Ragnhildur Geirsdóttir: „Mér leið ekki vel hjá FL Group“ Sigríður Mogensen skrifar 20. apríl 2010 19:15 Ragnhildur Geirsdóttir útskýrði í dag ástæður þess að hún lét af störfum hjá FL Group. Mynd/ E. Ól. Þegar Ragnhildur Geirsdóttir tók við starfi forstjóra FL Group sumarið 2005 fékk hún vitneskju um að Hannes Smárason, stjórnarformaður, hefði í apríl sama ár látið millifæra tæpa 3 milljarða króna af reikningum félagsins til Kaupþings í Lúxemborg. Engin gögn voru til um málið og hefur Ragnhildur aldrei fengið fullnægjandi skýringar á millifærslunni, þó vísbendingar hafi verið um að peningarnir hafi á einhverjum tímapunkti verið millifærðir á Fons. En af hverju stígur Ragnhildur fram núna með þessar upplýsingar? „Mér finnst vegið að mér í umræðunni sem hefur átt sér stað í framhaldi af útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ýjað er að því að ég hafi fengið peninga fyrir að þegja - sem er engan veginn rétt" Ragnhildur segist aldrei hafa fengið almennilegar skýringar á millifærslunni: „Eina skýringin var að peningurinn ætti að vera til reiðu hjá Kaupþingi í Lúx, en þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan þá komu engar upplýsingar um peninginn og hvar hann væri og af hverju hann væri þarna, mér fannst það aldrei viðunandi skýring og að þurfa að eyða stórum hluta vinnu minnar í margar vikur að þurfa að leysa úr þessu máli fannst mér ekki eðlilegt," segir Ragnhildur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að peningurinn fór til Kaupþings skilaði hann sér aftur inn á reikning FL Group, ásamt vöxtum. „Grunar þig að þessir þrír milljarðar hafi verið notaðir til að fjármagna kaup Fons á Sterling? „Ég ætla ekki að vera með vangaveltur um það, en ég hef séð gögn sem gefa til kynna að Fons hafi haft eitthvað með málið að gera, en þau gögn sem ég hafði á þeim tíma voru það takmörkuð að þau gátu ekki staðfest það, " segir Ragnhildur. Hún hafi engar óyggjandi sannanir fyrir aðkomu Fons að málinu né gögn sem geti rökstutt þá aðkomu. Ragnhildur segist ekki hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um millifærsluna eftir að hún hætti. Sem forstjóri hafi hennar skyldur verið við stjórn félagsins. Hún hafi farið framhjá Hannesi, og í raun brotið trúnað við hann, talað við aðra stjórnarmenn í félaginu og gert þeim grein fyrir málinu. „Það var það sem ég gerði og taldi vera rétt, og ég hef ráðfært mig við lögfræðinga bæði þá og núna og niðurstaðan var sú að það væri það rétta í stöðunni," segir Ragnhildur enda hafi hún ekki sannanir um að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað. Tilefni sé til að yfirvöld skoði málið í ljósi aðstæðna í dag. Ragnhildur segir að sér hafi liðið illa sem forstjóri FL Group. „Þetta var ekki umverfi sem hentaði mér," segir Ragnhildur. Lagalega hafi hún borið ábyrgð á FL Group, en aðrir hafi tekið ákvarðanirnar. „Mér leið ekki vel í vinnunni og það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta". Ragnhildur segir að erfitt hafi verið að hætta í draumastarfinu, eftir nokkurra mánaða setu. Ragnhildur segist ekki hafa hitt Hannes Smárason frá því hún gekk út úr FL Group árið 2005. Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér í dag kemur fram að árið 2005 hafi hún séð Excel skjal þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hafi á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi verið millifærðir á Fons. Um excel skjalið segir Ragnhildur: „Það kemur þarna fram að þessir peningar hefðu mögulega verið millifærðir á Fons en þetta var hins vegar á því formi að það er ekki hægt að rökstyðja neitt með því að mínu mati." En kom Pálmi eitthvað að þessum ákvörðunum og að því sem var í gangi inn í FL Group á þessum tíma, sem eigandi Fons? "Nei ég átti aldrei nein samskipti við hann," segir Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Þegar Ragnhildur Geirsdóttir tók við starfi forstjóra FL Group sumarið 2005 fékk hún vitneskju um að Hannes Smárason, stjórnarformaður, hefði í apríl sama ár látið millifæra tæpa 3 milljarða króna af reikningum félagsins til Kaupþings í Lúxemborg. Engin gögn voru til um málið og hefur Ragnhildur aldrei fengið fullnægjandi skýringar á millifærslunni, þó vísbendingar hafi verið um að peningarnir hafi á einhverjum tímapunkti verið millifærðir á Fons. En af hverju stígur Ragnhildur fram núna með þessar upplýsingar? „Mér finnst vegið að mér í umræðunni sem hefur átt sér stað í framhaldi af útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ýjað er að því að ég hafi fengið peninga fyrir að þegja - sem er engan veginn rétt" Ragnhildur segist aldrei hafa fengið almennilegar skýringar á millifærslunni: „Eina skýringin var að peningurinn ætti að vera til reiðu hjá Kaupþingi í Lúx, en þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan þá komu engar upplýsingar um peninginn og hvar hann væri og af hverju hann væri þarna, mér fannst það aldrei viðunandi skýring og að þurfa að eyða stórum hluta vinnu minnar í margar vikur að þurfa að leysa úr þessu máli fannst mér ekki eðlilegt," segir Ragnhildur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að peningurinn fór til Kaupþings skilaði hann sér aftur inn á reikning FL Group, ásamt vöxtum. „Grunar þig að þessir þrír milljarðar hafi verið notaðir til að fjármagna kaup Fons á Sterling? „Ég ætla ekki að vera með vangaveltur um það, en ég hef séð gögn sem gefa til kynna að Fons hafi haft eitthvað með málið að gera, en þau gögn sem ég hafði á þeim tíma voru það takmörkuð að þau gátu ekki staðfest það, " segir Ragnhildur. Hún hafi engar óyggjandi sannanir fyrir aðkomu Fons að málinu né gögn sem geti rökstutt þá aðkomu. Ragnhildur segist ekki hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um millifærsluna eftir að hún hætti. Sem forstjóri hafi hennar skyldur verið við stjórn félagsins. Hún hafi farið framhjá Hannesi, og í raun brotið trúnað við hann, talað við aðra stjórnarmenn í félaginu og gert þeim grein fyrir málinu. „Það var það sem ég gerði og taldi vera rétt, og ég hef ráðfært mig við lögfræðinga bæði þá og núna og niðurstaðan var sú að það væri það rétta í stöðunni," segir Ragnhildur enda hafi hún ekki sannanir um að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað. Tilefni sé til að yfirvöld skoði málið í ljósi aðstæðna í dag. Ragnhildur segir að sér hafi liðið illa sem forstjóri FL Group. „Þetta var ekki umverfi sem hentaði mér," segir Ragnhildur. Lagalega hafi hún borið ábyrgð á FL Group, en aðrir hafi tekið ákvarðanirnar. „Mér leið ekki vel í vinnunni og það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta". Ragnhildur segir að erfitt hafi verið að hætta í draumastarfinu, eftir nokkurra mánaða setu. Ragnhildur segist ekki hafa hitt Hannes Smárason frá því hún gekk út úr FL Group árið 2005. Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér í dag kemur fram að árið 2005 hafi hún séð Excel skjal þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hafi á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi verið millifærðir á Fons. Um excel skjalið segir Ragnhildur: „Það kemur þarna fram að þessir peningar hefðu mögulega verið millifærðir á Fons en þetta var hins vegar á því formi að það er ekki hægt að rökstyðja neitt með því að mínu mati." En kom Pálmi eitthvað að þessum ákvörðunum og að því sem var í gangi inn í FL Group á þessum tíma, sem eigandi Fons? "Nei ég átti aldrei nein samskipti við hann," segir Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira