Viðskipti innlent

Tefja endurreisnina og spilla fyrir samkeppni

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Mynd/GVA

Hægagangur í úrlausn skuldsettra fyrirtækja tefur endurreisnina og spillir fyrir samkeppni, segir formaður Samtaka atvinnulífsins. Nú líti út fyrir að eitt til tvö ár líði í viðbót áður en eðlilegt ástand geti skapast meðal atvinnufyrirtækja.

Á fundi samkeppniseftirlitsins á hótel Nordica í morgun var fjallað um áhrif á samkeppni og endurreisn atvinnulífsins vegna yfirtöku banka á atvinnufyrirtækjum. Þar komu fram sjónarmið ólíkra aðila úr efnahags og viðskiptalífinu.

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að ljúka afgreiðslu þessara mála þannig að fyrirtæki þurfi ekki að vera í óvissu misseri eftir misseri.

Vilmundur segir að bankarnir hafi eftir bankahrunið talið að þetta myndi taka 12-24 mánuði. Liðnir séu 20 mánuðir en aftur á móti sé talað um að óvissan haldi áfram í 1-2 ár til viðbótar. Ástandið hafi þau áhrif að verulega er hætt við því að samkeppni skerðist vegna ýmissa þátta.

Vilmundur segir að SA telji að þessi dráttur verði til þess að ábyrgðartilfinning stjórnenda í skuldsettum fyrirtækjum laskist verulega. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins finni á markaðnum að sum fyrirtæki hagi sér þannig að þau bæti bara í skuldir og telji að þetta verði skafið af þeim þegar sá tími komi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×