Sport

Hodgson: Vondur dagur á skrifstofunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, sagði óhætt að segja að það hafi gengið illa í vinnunni hjá honum í kvöld.

Liverpool tapaði á heimavelli í kvöld fyrir botnliði Wolves, 1-0. Liðið heldur inn í nýja árið í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Því miður var þetta virkilega slæmur dagur á skrifstofunni," sagði Hodgson við enska fjölmiðla eftir leikinn.

„Það gekk ekki mikið okkur í hag í dag. Leikmenn reyndu að halda áfram og sinntu sinni vinnu eins vel og þeir gátu. En tæknilega séð vorum við langt frá okkar besta í kvöld."

„Hraðinn í leiknum var langt frá því sem við viljum hafa hann. Þess vegna töpuðum við leiknum. Ég held reyndar að við vorum svolítið óheppnir að tapa og ég tel að 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit."

„En svona er þetta. Þeir voru heppnir og náðu að skora. Við töpuðum öllum þremur stigunum og stuðningsmenn okkar urðu fyrir vonbrigðum enn og aftur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×