Kampavínssala heldur áfram að hrynja á Íslandi 29. desember 2010 21:00 Ólíkleg sjón Sala á kampavíni á Íslandi heldur áfram að minnka enda eru færri ástæður til að skála en í góðærinu.nordicphotos/getty „Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira