Innlent

Stal sólpalli frá nágranna sínum

Nágranni stal sólpalli. Mynd úr safni.
Nágranni stal sólpalli. Mynd úr safni.

Í vikunni var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt um að sólpallur hefði verið tekinn ófrjálsri hendi.

Pallaefnið var komið yfir í garð nágrannans sem þegar var byrjaður að útbúa sér sólpalli á eigin lóð.

Pallaefnið var flutt aftur yfir á réttan stað, en ekki liggur fyrir kæra í málinu að svo stöddu.

Engar skýringar fylgdu frá nágrannanum hvers vegna hann ákvað að taka pall nágrannans og flytja hann yfir í eigin garð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×