Viðskipti innlent

Kaupþingsstjórar íhuga að greiða sex milljóna króna sekt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kaupþing hrundi haustið 2008.
Kaupþing hrundi haustið 2008.
Breska fjármálaeftirlitið hefur boðið fyrrverandi æðstu stjórnendum Kaupþings samstæðunnar sættir vegna hruns Kaupþings. Þetta er fullyrt á vef breska blaðsins Telegraph í kvöld.

Blaðið segir að þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, og Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra bankans, hafi verið boðið að greiða 35 þúsund sterlingspunda sekt. Upphæð sem nemur um 6 milljónum króna. Með því gætu þeir öðlast friðhelgi gagnvart frekari aðgerðum breska fjármálaeftirlitsins gegn sér.

Daily Telegraph segir að þeir Hreiðar og Sigurður séu enn að velta fyrir sér hvort þeir eigi að greiða sektina. Hins vegar sé talið líklegast að þeir muni hafna boðinu og taka slaginn gegn breska fjármálaeftirlitinu. „Þeir telja sig báðir vera fullkomlega saklausa," segir heimildarmaður Telegraph.

Telegraph segir að auk rannsóknar breska fjármálaeftirlitsins sé efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar og íslensk yfirvöld að rannsaka hvort fyrrverandi stjórnendur Kaupþings hafi gerst sekir um markaðsmisnotkun og óeðlilega há lán til aðila tengdum bankanum.

Hreiðar Már fullyrti í bréfi sem hann sendi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í lok september, þar sem að hann gerði grein fyrir framvindu á rannsókn fjármálaeftirlitsins, að hann myndi ekki greiða sektina.










Tengdar fréttir

Vonar að niðurstaðan gagnist í samningum

Hreiðar Már Sigurðsson vonar að niðurstaðan úr rannsókn Breska fjármálaeftirlitsins (FSA) á starfsemi Kaupþings Singer & Friedlander í aðdraganda hrunsins geti nýst í samningaviðræðum stjórnvalda um uppgjör hrunsins.

Málsvörn Hreiðars: Bréfið í heild

Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fullyrðir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, í bréfi til forsætisráðherra að breska fjármálaeftirlitið hafi komist að því að hvorki hann né aðrir

Hreiðar Már gagnrýnir FME í bréfi til forsætisráðherra

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fullyrðir í bréfi til forsætisráðherra að breska fjármálaeftirlitið hafi komist að því að hvorki hann né aðrir stjórnendur hafi brotið lög í starfi sínu fyrir dótturfélag bankans í London. Hann hvetur stjórnvöld til aðgerða vegna lélegra vinnubragða íslenska fjármálaeftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×