Viðskipti innlent

Mest verslað með Marel í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 1,8 prósent í Kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í fyrirtækinu eða fyrir rúmar 37 milljónir króna. Gengi bréfa Össurar fóru niður um 1,34 prósent í dag. Önnur hlutabréf á aðallista hreyfðust ekki úr stað.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,1 prósent og endaði í 903 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×