Viðskipti innlent

Langflestir Íslendingar selja fasteign sína áður en ný er keypt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flestir Íslendingar selja fasteignir sínar áður en þeir kaupa nýjar. Mynd/ Vilhelm.
Flestir Íslendingar selja fasteignir sínar áður en þeir kaupa nýjar. Mynd/ Vilhelm.
Langflestir Íslendingar, eða upp undir 80%, eru líklegri til þess að selja fasteign sína áður en þeir kaupa nýja. Hið sama á við um Finna og Dani. Norðmenn og Svíar eru hins vegar líklegri til að kaupa nýja fasteign áður en þeir selja þá gömlu. Þetta kemur fram í tölum sem norski vefurinn E 24 hefur frá Norges Eiendomsmeglerforening.

Í gögnunum kemur jafnframt fram að flestir íslenskir fasteignasalar búast við því að íbúðaverð eigi eftir að standa í stað eða lækka svolítið næstu tvo mánuðina. Í frétt á norska vefnum E 24 kemur fram að ný skoðanakönnun bendi til þess að norskir fasteignasalar séu þeir bjartsýnustu á Norðurlöndunum. Finnar koma á eftir þeim.

Þetta er í fyrsta sinn sem að samræmdar tölur fyrir af þessu tagi eru birtar fyrir öll Norðurlöndin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×