Innlent

Mikill áhugi á jurtalituninni

Þorgerður Hlöðversdóttir
Þorgerður Hlöðversdóttir

Gríðarlegur áhugi er á jurtalitun um þessar mundir.  „Það er algjör sprenging í jurtalitun. Við finnum fyrir gríðarlegum áhuga," segir Þorgerður Hlöðversdóttir textíllistakona.

Þorgerður hefur ásamt Sigrúnu Helgadóttur, líf- og umhverfisfræðingi, haldið eitt námskeið í jurtalitun þriðja hvert ár en í vor hafa tvö námskeið verið haldin og er það þriðja fyrirhugað í haust.

Þorgerður telur þennan mikla áhuga á jurtalitun tengdan vaxandi áhuga margra á handavinnu undanfarin misseri. „Fólk langar að skapa sína eigin liti."- mmf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×