Innlent

Íslendingar til fyrirmyndar

Næstkomandi þriðjudag verða 30 ár liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta.
Næstkomandi þriðjudag verða 30 ár liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta.

Þjóðarátakinu „Til fyrirmyndar" verður hleypt af stokkunum í dag með opnun heimasíðunnar tilfyrirmyndar.is.

Efnt er til átaksins í tilefni af því að 29. júní verða þrjátíu ár liðin frá því að Íslendingar kusu konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, fyrstir þjóða. Átakið er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.

Landsmenn eru af þessu tilefni hvattir til þess að íhuga hverjar þeirra fyrirmyndir eru, hvernig þeir sjálfir geta verið til fyrirmyndar og hvað er til fyrirmyndar á Íslandi. Dagana 29. og 30. júní verður bréfsefni með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar" dreift inn á heimili um allt land og fólk hvatt til þess að skrifa persónuleg bréf til þeirra sem það lítur á sem fyrirmyndir. Átakinu er ætlað að sameina íslenska þjóð í því að horfa til þess sem vel er gert.

Hinn 29. júní mun Laura Lizwood, framkvæmdastjóri Council of Women World Leaders, halda fyrirlestur í Öskju í Háskóla Íslands um kjör Vigdísar og þýðingu þess fyrir baráttu kvenna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×