Erlent

Hann er lifandi -borgaðu

Óli Tynes skrifar
Klósettið er þarna, þúsund kall takk.
Klósettið er þarna, þúsund kall takk.

Lággjaldaflugfélögin svokölluðu hala inn milljarða króna með allskonar aukagjöldum.

Það þarf að borga aukalega fyrir að panta ákveðið sæti. Það þarf að borga aukalega fyrir að skrá inn farangur. Það þarf að borga aukalega fyrir handfarangur. Forstjóri Ryanair vill láta borga aukalega fyrir klósettferðir.

Forstjóri bandaríska flugfélagsins Spirit Airlines vill nú taka gjald ef farþegar þurfa að spyrja starfsmann um einhver atriði ferðarinnar.

Það er jú allt gert í tölvum nú til dags og meðal annars geta farþegar sjálfir innritað sig í flughöfnum.

Það kemur þó alltaf fyrir öðru hvoru að tölvurnar hafa ekki svör við öllu sem ferðalangar þurfa að vita.

Þá snúa þeir sér auðvitað að næsta starfsmanni. Nú á að láta þá borga fyrir að tala við lifandi fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×