Erlent

Í dag eru 65 ár frá kjarnorkusprengjunni í Hiroshima

Í dag eru 65 ár liðin frá því að Bandaríkjamenn sprengdu kjarnorkusprengju yfir borginni Hiroshima í Japan.

Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna er staddur í Hiroshima í tilefni þessara tímamóta og þar notaði hann tækifærið í ræðu til að koma á framfæri áætlun sinni um allsherjar afvopnun kjarnorkuvopna í heiminum.

Ki-moon segir að slík afvopnun sé eina heilbrigða leiðin að öruggari heimi. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalritarinn heimsækir Hiroshima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×