Erlent

Andstæðingar fallast á úrslitin

Raila Odinga
Raila Odinga
Íbúar í Keníu samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta nýja stjórnarskrá sem dregur mjög úr völdum forseta landsins. Andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar segjast ætla að sætta sig við niðurstöðuna.

Samkvæmt bráðabirgðatalningu samþykktu 70 prósent kjósenda stjórnarskrána, sem kemur í staðinn fyrir stjórnarskrá sem samin var á lokadögum nýlendustjórnar Breta fyrir nærri hálfri öld. Óeirðir brutust út í kjölfar forsetakosninga árið 2007 og kostuðu þær meira en þúsund manns lífið.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×