Erlent

María á von á tvíburum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
María ásamt Friðriki krónprins. Mynd/ AFP.
María ásamt Friðriki krónprins. Mynd/ AFP.
María, krónprinsessa Danmerkur, er ófrísk að tvíburum, samkvæmt upplýsingum sem Danmarks Radio hefur frá konungshirðinni. Gert er ráð fyrir að hún muni ala börnin í janúar næstkomandi. Danmarks Radio segir að undanfarna daga hafi Danir mikið velt vöngum um ástand Maríu en það var danska slúðurblaðið Se og Hør sem upplýsti um það á miðvikudag að hún væri ófrísk. Konungshirðin hefur hins vegar neitað að tjá sig þangað til í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×