Erlent

Klæðaskiptingar húðstrýktir

Óli Tynes skrifar

Nítján ungir múslimar hafa verið húðstrýktir opinberlega í Súdan fyrir að klæðast kvenmannsfötum og farða sig.

Lögreglan handtók mennina í samkvæmi þar sem þeir dönsuðu á kvenlegan hátt, að sögn dómarans.

Mennirnir höfðu engan lögfræðing og sögðu ekkert sér til varnar. Sumir þeirra földu andlit sín fyrir hundruðum manna sem fylgdust með þegar hver þeirra var pískaður þrjátíu högg.

Samkynhneigð er ekki liðin í Súdan hvorki meðal múslima né kristinna sem þar búa.

Salva Kiir forseti Suður-Súdans þar sem flestir eru kristnir sagði í útvarpsviðtali að samkynhneigð væri innflutt hugmynd.

„Samkynhneigð er ekki í eðli okkar. Hún er ekki þar og ef einhver reynir að flytja hana inn verður hún ævinlega fordæmd af öllum," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×