Innlent

Umhverfisvæn húsbygging

Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, Svandís Svavarsdóttir og Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður.
Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, Svandís Svavarsdóttir og Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók Snæfellsstofu á Skriðuklaustri í notkun í gær. Snæfellsstofa er ný gestastofa fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og í tilefni dagsins var einnig opnuð umhverfisfræðslusýningin Veraldarhjólið í stofunni.

Vatnajökulsþjóðgarður var friðlýstur hinn 7. júní 2008 og er Snæfellsstofa fyrsta umhverfisvottaða húsbygging á Íslandi, en framkvæmdir hófust fyrir rúmu ári. Stofan er um 700 fermetrar og kostnaður framkvæmda um 350 milljónir króna.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×