Innlent

Börðu og spörkuðu í lögreglu

Mynd/Pjetur

Ríkissaksóknari hefur ákært tvö ungmenni í tveimur aðskildum málum fyrir árásir á lögreglumenn við skyldustörf.

Piltinum, sem er tæplega tvítugur, er gefið að sök að hafa í lögreglubifreið við Yrsufell sparkað í bringu, vinstra læri og vinstri framhandlegg lögreglumanns og í kjölfarið hótað honum lífláti.

Ungu konunni er gefið að sök að hafa utandyra í Kópavogsbæ slegið lögreglumann sem þar var við skyldustörf, með flötum lófa á vinstri kinn með þeim afleiðingum að hann marðist á kinnbeinsboga.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×