Innlent

Skemmdir á tuttugu bílum

Mynd/Smári

Hvítar málningarslettur á Suðurlandsveginum, rétt hjá Litlu kaffistofunni, skemmdu hátt í tuttugu bíla í gær. Sumir bílanna urðu óökufærir. Málningin hafði hellst á veginn úr fötu við vegarkantinn og biðu ökumenn í meira en tvo tíma eftir aðstoð lögreglunnar.

Talið er að málningarfatan hafi dottið af bíl á veginn. Lögreglan gaf eigendum bílanna þau svör að tjónið væri á þeirra ábyrgð, þar sem enginn sökudólgur fannst. Að sögn lögreglunnar er ólíklegt að málið leysist í bráð. - sv






Tengdar fréttir

Málning skemmir bíla á Suðurlandsvegi

„Við erum hérna þrír ökumenn og erum alveg gáttaðir," segir Smári Örn Árnason sem var að keyra Suðurlandsveginn í átt að að Selfossi þegar hann keyrir í málningu sem slettist á veginn úr fötu rétt áður komið er að Litlu-Kaffistofunni. Smári Örn segir að bíllinn hans sé óökufær og sé búinn að bíða eftir lögreglunni í tvo klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×