Innlent

Evrópusamtökin: Bremsuyfirlýsing Bjarna

Evrópusamtökin kalla orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál á landsfundi flokksins bremsuyfirlýsingu. Í ræðu sinni sagði Bjarni að við núverandi aðstæður væri réttast að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka en ef umsókninni verði haldið til streitu beri að vinna að því að tryggja hagsmuni Íslands.

Á vef Evrópusamtakanna segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur burðarás þegar kemur að íslenskum utanríkismálum. Í orðum Bjarna felst ekki skýr stefna, að mati samtakanna. „En um leið er þetta einnig svona "haltu mér slepptu mér" og tilraun til að brúa bil milli tveggja mjög andstæðra póla í flokknum.“


Tengdar fréttir

Bjarni Ben vill leggja aðildarumsókn til hliðar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við núverandi aðstæður væri réttast að leggja aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þetta kom fram ræðu hans á setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins klukkan fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×