Innlent

Barnaheill í Vestmannaeyjum verður Barnahagur

Birkir Kristinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Sol Campbell á golfmótinu Herminator.
Birkir Kristinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Sol Campbell á golfmótinu Herminator. Mynd/Óskar
Umsjónarmenn styrktarsjóðsins Barnaheill í Vestamannaeyjum hafa breytt nafni sjóðsins í Barnahagur, Vestmannaeyjum. Það er gert til að fyrirbyggja að fólk rugli þeim litla sjóði sjálfboðaliða við landssamtökin Barnaheill á Íslandi - Save the Children.

Í morgun sagði Vísir frá því að Barnaheill á Íslandi - Save the Children var ósátt við að styrktarsjóður fyrir börn í Vestmannaeyjum kæmi fram undir nafninu Barnaheill í Vestmannaeyjum. Félagasamtökin voru ósátt við nafn þeirra væri notað til að standa að fjársöfnun í tengslum við golfmót Hermanns.

Í tilkynningu segir að bundnar séu vonir við að enginn misskilningur verði gagnvart heiti sjóðsins og það skaði ekki góðgerðargolfmót Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Vestmannaeyjum, né heldur dragi úr stuðningi við önnur góð málefni sem eru styrkt með þeirra frábæra framtaki.


Tengdar fréttir

Barnaheill tengist ekki golfmóti Hermanns

Barnaheill - Save the Children á Íslandi segir að félagið standi ekki að fjársöfnun í tengslum við golfmót Hermanns Hreiðarssonar, Herminator, sem fer fram í Vestmannaeyjum á morgun. Í tilkynningu sem félagið hefur sent fjölmiðlum segir að um er að ræða misskilning þar sem styrktarsjóður fyrir börn í Vestmannaeyjum er kynntur undir nafninu Barnaheill í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×