Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Friðrik Indriðason skrifar 25. september 2010 16:46 Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. Eins og fram hefur komið í fréttum gætu Seðlabankinn og skilanefndin fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það er orðað. Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel III sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku. Axcel III er áhættufjárfestingarsjóður og sem slíkur keypti hann 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum. Sú fjárhæð virðist ætla að skila milljörðum danskra kr. í vasa eigenda sjóðsins. Greining Nordea bankans telur að markaðsvirði Pandóru sé ekki undir 25 milljarðar danskra kr. og að 4% hlutur bankans í Axcel III muni skila 1,4 milljarða danskra kr. hagnaði í hirslur Nordea. Miðað við fréttir í dönskum fjölmiðlum í vikunni virðist þetta mat Nordea síður en svo vera út í hött. Alþjóðlegir fjárfestar bókstaflega slást um að fá að skrá sig fyrir hlutum í Pandóru áður en félagið verður formlega skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þannig eru nær 9 milljarðar danskra kr. þegar komnir í hús í fyrirframkaupum á hlutum í Pandóru. Það lítur því út fyrir að allt „fari á besta veg" fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings hvað varðar hlutdeild þeirra í Axcel III sjóðnum í náinni framtíð. En þetta er ekki allt dans á rósum því greining Danske Bank varar fjárfesta við því að verðið sem fjárfestar eru að greiða í dag (175-225 dkr. á hlut) sé alltof hátt. Hætta sé á að verðið hrapi niður í 40 dkr. á hlut í náinni framtíð. Pandora var stofnað árið 1982 af dönskum manni, Per Enevoldsen, sem búsettur er í Taílandi. Raunar er hann enn forstjóri fyrirtækisins en hann seldi Axcel III 60% hlut í Pandóru árið 2008 fyrir 2 milljarða danskra króna. Framleiðslan á skartgripum Pandóru fer alfarið fram í Taílandi og er fyrirtækið með 3.000 starfsmenn í vinnu þar í landi. Áætlanir gera ráð fyrir að sá starfsmannafjöldi tvöfaldist á næstu árum. Vöxtur Pandóru hefur verið ævintýralegur en veltan hefur tvöfaldast milli síðustu tveggja ára og hagnaðurinn aukist um 40%. Þetta er einkum að þakka gríðarlegri sölu á svokölluðum heilla-armböndum sem eiga að veita kaupandanum hamingju og heppni í lífinu. Peter Falk Sörensen greinandi hjá Danske Bank viðurkennir að hagnaðurinn af rekstri Pandoru sé áhrifamikill í augnablikinu. Sörensen segir hinsvegar í nýlegu áliti greiningar Danske Bank að þessi árangur geti ekki haldið áfram. Að Pandora vaxi um 100% árlega áfram þýði að innan fárra ára verði efnahagsreikningur fyrirtækisins orðinn stærri en hjá Microsoft. Og til lengri tíma litið stærri en efnahagsreikningur heimsins á heildina litið. Sörensen bendir á að heilla-armböndin séu tískufyrirbæri og því ekki skynsamlegt að byggja framtíðaráætlanir fyrirtækisins á áframhaldandi mikilli sölu þeirra. Hann bendir á að hagnaður Pandóru sé nú 40 aurar á hverja krónu sem velt er meðan að þessi hagnaður hjá best reknu fyrirtækjum Danmerkur liggi á bilinu 15 til 30 aurar á hverja krónu. Þar er hann að tala um fyrirtæki á borð við Novo, Vestas, Novozymes, Carlsberg, Chr. Hansen, William Demant og Lego. Rekstur allra þessara fyrirtækja byggist á sterkum einkaleyfum eða vörum sem erfitt er að framleiða ódýrar eftirlíkingar af. Því sé erfitt að sjá að Pandóra geti haldið þessu hagnaðarhlutfalli. Hvað sem líður skoðunum Sörensen er það staðreynd að margir vilja kaupa hluti í Pandóru. Ef áhuginn heldur áfram munu seljendur FIH bankans njóta góðs af í gegnum samningsákvæðið um ágóðahlut úr Axcel III sjóðnum. Heimildir: Berlingske Tidende, Börsen, Dansk Aktie Analyse o .fl. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. Eins og fram hefur komið í fréttum gætu Seðlabankinn og skilanefndin fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það er orðað. Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel III sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku. Axcel III er áhættufjárfestingarsjóður og sem slíkur keypti hann 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum. Sú fjárhæð virðist ætla að skila milljörðum danskra kr. í vasa eigenda sjóðsins. Greining Nordea bankans telur að markaðsvirði Pandóru sé ekki undir 25 milljarðar danskra kr. og að 4% hlutur bankans í Axcel III muni skila 1,4 milljarða danskra kr. hagnaði í hirslur Nordea. Miðað við fréttir í dönskum fjölmiðlum í vikunni virðist þetta mat Nordea síður en svo vera út í hött. Alþjóðlegir fjárfestar bókstaflega slást um að fá að skrá sig fyrir hlutum í Pandóru áður en félagið verður formlega skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þannig eru nær 9 milljarðar danskra kr. þegar komnir í hús í fyrirframkaupum á hlutum í Pandóru. Það lítur því út fyrir að allt „fari á besta veg" fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings hvað varðar hlutdeild þeirra í Axcel III sjóðnum í náinni framtíð. En þetta er ekki allt dans á rósum því greining Danske Bank varar fjárfesta við því að verðið sem fjárfestar eru að greiða í dag (175-225 dkr. á hlut) sé alltof hátt. Hætta sé á að verðið hrapi niður í 40 dkr. á hlut í náinni framtíð. Pandora var stofnað árið 1982 af dönskum manni, Per Enevoldsen, sem búsettur er í Taílandi. Raunar er hann enn forstjóri fyrirtækisins en hann seldi Axcel III 60% hlut í Pandóru árið 2008 fyrir 2 milljarða danskra króna. Framleiðslan á skartgripum Pandóru fer alfarið fram í Taílandi og er fyrirtækið með 3.000 starfsmenn í vinnu þar í landi. Áætlanir gera ráð fyrir að sá starfsmannafjöldi tvöfaldist á næstu árum. Vöxtur Pandóru hefur verið ævintýralegur en veltan hefur tvöfaldast milli síðustu tveggja ára og hagnaðurinn aukist um 40%. Þetta er einkum að þakka gríðarlegri sölu á svokölluðum heilla-armböndum sem eiga að veita kaupandanum hamingju og heppni í lífinu. Peter Falk Sörensen greinandi hjá Danske Bank viðurkennir að hagnaðurinn af rekstri Pandoru sé áhrifamikill í augnablikinu. Sörensen segir hinsvegar í nýlegu áliti greiningar Danske Bank að þessi árangur geti ekki haldið áfram. Að Pandora vaxi um 100% árlega áfram þýði að innan fárra ára verði efnahagsreikningur fyrirtækisins orðinn stærri en hjá Microsoft. Og til lengri tíma litið stærri en efnahagsreikningur heimsins á heildina litið. Sörensen bendir á að heilla-armböndin séu tískufyrirbæri og því ekki skynsamlegt að byggja framtíðaráætlanir fyrirtækisins á áframhaldandi mikilli sölu þeirra. Hann bendir á að hagnaður Pandóru sé nú 40 aurar á hverja krónu sem velt er meðan að þessi hagnaður hjá best reknu fyrirtækjum Danmerkur liggi á bilinu 15 til 30 aurar á hverja krónu. Þar er hann að tala um fyrirtæki á borð við Novo, Vestas, Novozymes, Carlsberg, Chr. Hansen, William Demant og Lego. Rekstur allra þessara fyrirtækja byggist á sterkum einkaleyfum eða vörum sem erfitt er að framleiða ódýrar eftirlíkingar af. Því sé erfitt að sjá að Pandóra geti haldið þessu hagnaðarhlutfalli. Hvað sem líður skoðunum Sörensen er það staðreynd að margir vilja kaupa hluti í Pandóru. Ef áhuginn heldur áfram munu seljendur FIH bankans njóta góðs af í gegnum samningsákvæðið um ágóðahlut úr Axcel III sjóðnum. Heimildir: Berlingske Tidende, Börsen, Dansk Aktie Analyse o .fl.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira