FME stóreflir rannsóknir sínar á bankahruninu 3. júní 2010 11:56 Fjármálaeftirlitið (FME) mun á næstu vikum og mánuðum stórefla rannsóknarhóp sinn sem sinnir athugunum á mögulegum brotum í tengslum við bankahrunið. FME mun bæta við 12 nýjum starfsmönnum í hópinn en hann vinnur í nánu samstarfi við embætti Sérstaks saksóknara. Fyrir eru fimm öflugir einstaklingar í hópnum þannig að með þessari viðbót mun hann meira en þrefaldast að stærð. Í frétt um málið á vefsíðu eftirlitsins segir að FME hefur nú þegar beint 33 málum til Sérstaks saksóknara sem er stór hluti þeirra mála sem þegar er í vinnslu þar. Auk samvinnu við embætti Sérstaks saksóknara vinnur rannsóknarhópur Fjármálaeftirlitsins náið með slitastjórnum, fjármálafyrirtækjum, erlendum eftirlitum og lögregluyfirvöldum. Eins og fram hefur komið er stefnt að því að fjölga starfsmönnum embættis Sérstaks saksóknara í um 80. Því er mikilvægt að stækka rannsóknarhóp FME samhliða svo stofnunin geti annað því hlutverki að rannsaka mál áður en þau eru kærð eða þeim vísað til Sérstaks saksóknara. Skýrt hefur verið frá því að stefnt sé að því að öllum málum verði lokið hjá embætti Sérstaks saksóknara fyrir árslok 2014. Það er því mikilvægt að FME hafi afl til að ljúka sínum þætti rannsókna nokkuð hratt. Jafnframt leggur FME áherslu á að ekki myndist flöskuháls sem kemur í veg fyrir að embætti Sérstaks saksóknara hafi nægan fjölda mála til rannsóknar. Þegar ráðningum nýrra starfsmanna verður lokið, sem stefnt er að fyrir árslok 2010, er gert ráð fyrir að starfsmenn FME verði um 100 en þeir voru um 65 í október 2008. Starfsmönnum FME hefur því fjölgað talsvert frá hruni, ekki síst í hópi starfsmanna með reynslu af fjármálamarkaði. Mest hefur þeim fjölgað á Lánasviði, sem fer með eftirlit með fjármálafyrirtækjum og á sviði upplýsingatækni. Starfsemi innan þessara sviða var meðal annars gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Gert er ráð fyrir að nýju starfsmennirnir tólf verði ráðnir í tveimur til þremur lotum. Munu fyrstu auglýsingar birtast í dagblöðum og á Starfatorgi um næstu helgi. Þar er leitað að viðskiptafræðingum, hagfræðingum eða verkfræðingum auk lögfræðings. Þessir einstaklingar þurfa að geta rýnt í, skilið og greint flókin viðskipti, séð hvort um möguleg brot sé að ræða, sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt auk þess að geta komið frá sér efni í ræðu og riti. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) mun á næstu vikum og mánuðum stórefla rannsóknarhóp sinn sem sinnir athugunum á mögulegum brotum í tengslum við bankahrunið. FME mun bæta við 12 nýjum starfsmönnum í hópinn en hann vinnur í nánu samstarfi við embætti Sérstaks saksóknara. Fyrir eru fimm öflugir einstaklingar í hópnum þannig að með þessari viðbót mun hann meira en þrefaldast að stærð. Í frétt um málið á vefsíðu eftirlitsins segir að FME hefur nú þegar beint 33 málum til Sérstaks saksóknara sem er stór hluti þeirra mála sem þegar er í vinnslu þar. Auk samvinnu við embætti Sérstaks saksóknara vinnur rannsóknarhópur Fjármálaeftirlitsins náið með slitastjórnum, fjármálafyrirtækjum, erlendum eftirlitum og lögregluyfirvöldum. Eins og fram hefur komið er stefnt að því að fjölga starfsmönnum embættis Sérstaks saksóknara í um 80. Því er mikilvægt að stækka rannsóknarhóp FME samhliða svo stofnunin geti annað því hlutverki að rannsaka mál áður en þau eru kærð eða þeim vísað til Sérstaks saksóknara. Skýrt hefur verið frá því að stefnt sé að því að öllum málum verði lokið hjá embætti Sérstaks saksóknara fyrir árslok 2014. Það er því mikilvægt að FME hafi afl til að ljúka sínum þætti rannsókna nokkuð hratt. Jafnframt leggur FME áherslu á að ekki myndist flöskuháls sem kemur í veg fyrir að embætti Sérstaks saksóknara hafi nægan fjölda mála til rannsóknar. Þegar ráðningum nýrra starfsmanna verður lokið, sem stefnt er að fyrir árslok 2010, er gert ráð fyrir að starfsmenn FME verði um 100 en þeir voru um 65 í október 2008. Starfsmönnum FME hefur því fjölgað talsvert frá hruni, ekki síst í hópi starfsmanna með reynslu af fjármálamarkaði. Mest hefur þeim fjölgað á Lánasviði, sem fer með eftirlit með fjármálafyrirtækjum og á sviði upplýsingatækni. Starfsemi innan þessara sviða var meðal annars gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Gert er ráð fyrir að nýju starfsmennirnir tólf verði ráðnir í tveimur til þremur lotum. Munu fyrstu auglýsingar birtast í dagblöðum og á Starfatorgi um næstu helgi. Þar er leitað að viðskiptafræðingum, hagfræðingum eða verkfræðingum auk lögfræðings. Þessir einstaklingar þurfa að geta rýnt í, skilið og greint flókin viðskipti, séð hvort um möguleg brot sé að ræða, sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt auk þess að geta komið frá sér efni í ræðu og riti.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira