Sjávarútvegsmál og ESB aðild 3. ágúst 2010 06:00 Það hefur löngum legið fyrir að sameiginleg stefna Evrópusambandsríkja í sjávarútvegsmálum væri andstæð hagsmunum Íslands enda mörkuð fyrir aðstæður í Norðursjó. Utanríkisráðherra lagði mál okkar fyrir við upphaf samningaviðræðna í Brussel 27. júlí. Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi. Ráðherra lagði áherslu á hið einstaka vægi sjávarútvegsins fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og þá staðreynd að fiskveiðilögsagan liggur ekki að lögsögu nokkurs ESB-ríkis. Fiskistofnar landgrunnsins okkar eru yfirleitt staðbundnir og engin þjóð hefur veiðireynslu við Íslandsstrendur eða tilkall til neinna veiða hér skv. reglum ESB. Sértæk stjórnun okkar á eigin fiskimiðum tæki mið af sérstökum aðstæðum Íslands og væri reyndar í samræmi við reglur ESB sem má beita við stjórnun strandríkis á nálægum fiskimiðum sínum. Það hefur margoft verið sagt að Ísland eigi fram undan erfiða samninga um að ná aðgengilegum lausnum fyrir sjávarútveginn. Verra er ef grafið er undan samningamönnum með fullyrðingum heimamanna um að samningar séu til einskis og þjóðin eigi að vera andsnúin Evrópusambandinu, eins og Morgunblaðið heldur fram. Ber væntanlega svo að skilja, að þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöður og engin þörf á að þjóðin fái að lokum að segja sitt. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum yfir að því aðildarumsókn Íslands njóti þverrandi stuðnings meðal þjóðarinnar. Kallað er eftir upplýstri umræðu í stað óupplýsts hræðsluáróðurs. Er nú ekki tími til kominn að Morgunblaðið hefji á ný óhlutdræga upplýsingu um Evrópumál? Fyrsta skrefið gæti verið að taka undir þau sjónarmið varðandi sjávarútvegsmál sem utanríkisráðherra lýsti við upphaf aðildarsamninganna. Væri það þjóðhollusta og í anda þess sem segir í grein sr. Þóris Stephensen í Morgunblaðinu 28. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið fyrir að sameiginleg stefna Evrópusambandsríkja í sjávarútvegsmálum væri andstæð hagsmunum Íslands enda mörkuð fyrir aðstæður í Norðursjó. Utanríkisráðherra lagði mál okkar fyrir við upphaf samningaviðræðna í Brussel 27. júlí. Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi. Ráðherra lagði áherslu á hið einstaka vægi sjávarútvegsins fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og þá staðreynd að fiskveiðilögsagan liggur ekki að lögsögu nokkurs ESB-ríkis. Fiskistofnar landgrunnsins okkar eru yfirleitt staðbundnir og engin þjóð hefur veiðireynslu við Íslandsstrendur eða tilkall til neinna veiða hér skv. reglum ESB. Sértæk stjórnun okkar á eigin fiskimiðum tæki mið af sérstökum aðstæðum Íslands og væri reyndar í samræmi við reglur ESB sem má beita við stjórnun strandríkis á nálægum fiskimiðum sínum. Það hefur margoft verið sagt að Ísland eigi fram undan erfiða samninga um að ná aðgengilegum lausnum fyrir sjávarútveginn. Verra er ef grafið er undan samningamönnum með fullyrðingum heimamanna um að samningar séu til einskis og þjóðin eigi að vera andsnúin Evrópusambandinu, eins og Morgunblaðið heldur fram. Ber væntanlega svo að skilja, að þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöður og engin þörf á að þjóðin fái að lokum að segja sitt. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum yfir að því aðildarumsókn Íslands njóti þverrandi stuðnings meðal þjóðarinnar. Kallað er eftir upplýstri umræðu í stað óupplýsts hræðsluáróðurs. Er nú ekki tími til kominn að Morgunblaðið hefji á ný óhlutdræga upplýsingu um Evrópumál? Fyrsta skrefið gæti verið að taka undir þau sjónarmið varðandi sjávarútvegsmál sem utanríkisráðherra lýsti við upphaf aðildarsamninganna. Væri það þjóðhollusta og í anda þess sem segir í grein sr. Þóris Stephensen í Morgunblaðinu 28. júlí.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun