Erlent

Bankaverðir hálshöggnir

Óli Tynes skrifar
Talibanar eru iðnir við bankarán.
Talibanar eru iðnir við bankarán.

Bankaræningjar í Afganistan hjuggu höfuðin af sex varðmönnum í banka í Balkh héraði um helgina.

Að sögn lögreglu hafði ólyfjan verið komið í mat varðanna og þeir voru meðvitundarlausir þegar ræningjarnir komu inn í bankann og frömdu ódæðisverk sitt.

Verðirnir voru frá einkafyrirtæki. Ræningjarnir komust undan með sem svarar rúmlega þrjátíu milljónum íslenskra króna.

Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en talibanar eru gjarnir á að ræna banka til þess að fjármagna hryðjuverkastarfsemi sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×