Viðskipti innlent

Norski olíusjóðurinn stórgræddi á efnahagshruninu á Íslandi

Norski olíusjóðurinn stórgræddi á efnahagshruninu á Íslandi en hann veðjaði á að allt færi á versta veg hér á landi allt frá árinu 2005. Sjóðurinn er einn sá ríkasti í heimi.

Fram kom í fjölmiðlum hér á landi árið 2006 að lífeyrissjóður norska ríkisins, sem yfirleitt er nefndur norski olíusjóðurinn hafi tekið skortstöðu gegn Kaupþingi og Landsbankanum. Sá sem tekur skortstöðu hagnast þegar verð verðbréfa lækkar.

Fram kemur á norskum vefmiðli í dag að norski olíusjóðurinn hafi frá árinu 2005 veðjað á fall íslenska fjármálakerfisins. Haft er eftir yfirmanni hjá sjóðnum að hann hafi verið fyrsti sjóðurinn til að taka stöðu gegn íslensku bönkunum. Fjárfestingar norska sjóðsins urðu til þess að hækka skuldatryggingarálagið á íslensku bankanna.

Olíusjóðurinn losaði sig að mestu úr stöðutökunni árið 2006, en talið er að hagnaður hans vegna þessa hlaupi á milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×