Vísar orðum iðnaðarráðherra á bug - ekki við lífeyrissjóðina að sakast 22. maí 2010 14:42 „Við teljum mjög mikilvægt að koma hjólum atvinnulífsins á stað á nýjan leik en það gerist ekki með slíku viðtali eins og við iðnaðarráðherra í gær," segir Arnar Sigurmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, Mynd/Stefán Karlsson Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, vísar orðum iðnaðarráðherra um illa gangi að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum á bug. Hann segir að ekki sé við lífeyrissjóðina að sakast. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fara yrði yfir það hvers vegna lífeyrissjóðirnir væru jafn tregir eins og nýleg dæmi sýni að koma með fjármagn inn í orkugeirann. Hún nefndi máli sínu til stuðnings málefni Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. „Það er eitthvað sem við þurfum að fara vandlega yfir," sagði Katrín.Viðtalið kom töluvert á óvart Arnar segir að viðtalið hafi komið sér töluvert á óvart. „Í fyrsta lagi voru lífeyrissjóðirnir í viðræðum við Landsvirkjun um að koma að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Þær viðræður hafa legið niðri um nokkurn tíma. Ekki vegna lífeyrissjóðanna heldur vegna þess að Landvirkjun ætlaði að kanna á erlendum fjármálamarkaði hvort þeir ættu kost á erlendu láni," segir Arnar. Í annan stað hafi átt sér stað viðræður varðandi HS Orku en lífeyrissjóðirnir hafi ekki verið tilbúnir að koma að verkefninu sem eigendur. „Við létum sérfræðinga lífeyrissjóðanna skoða þau mál varðandi hugsanleg kaup á hlutafé. Niðurstaðan var sú að menn náðu ekki saman um verðmat og þess vegna kláraðist sú umræða." Í þriðja lagi segir Arnar að Orkuveita Reykjavíkur hafi boðið út skuldabréf. „Nokkrir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf af Orkuveitunni en ekki allir. Þannig að á sama hátt hafa lífeyrissjóðirnir nálgast þetta mál að markaðslegum ástæðum og þannig er staðan í dag, Það er ekkert sem stendur þar upp á okkur."Hafa áhyggjur af þróun atvinnumála Arnar segir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi jafn miklar áhyggjur af þróun atvinnumála hér á landi og allir aðrir. „Tólfti hver aðili sem greiddi í lífeyrissjóði er núna atvinnulaus. Við teljum mjög mikilvægt að koma hjólum atvinnulífsins á stað á nýjan leik en það gerist ekki með slíku viðtali eins og við iðnaðarráðherra í gær." Þá segir Arnar sjálfsagt að fara yfir þessi mál. „Það eru viðræður í gangi við ríkishópinn svokallað um aðkomu að ákveðnum atriðum og þær ganga að sumu leyti þokkalega. En í þessum atriðum sem ráðherra vísaði til er meiri hægagangur, en þar er ekki við lífeyrissjóðina að sakast." Tengdar fréttir Illa gengur að fjármagna stóriðju - Katrín bendir á lífeyrissjóðina Illa gengur að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum. 21. maí 2010 18:37 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, vísar orðum iðnaðarráðherra um illa gangi að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum á bug. Hann segir að ekki sé við lífeyrissjóðina að sakast. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fara yrði yfir það hvers vegna lífeyrissjóðirnir væru jafn tregir eins og nýleg dæmi sýni að koma með fjármagn inn í orkugeirann. Hún nefndi máli sínu til stuðnings málefni Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. „Það er eitthvað sem við þurfum að fara vandlega yfir," sagði Katrín.Viðtalið kom töluvert á óvart Arnar segir að viðtalið hafi komið sér töluvert á óvart. „Í fyrsta lagi voru lífeyrissjóðirnir í viðræðum við Landsvirkjun um að koma að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Þær viðræður hafa legið niðri um nokkurn tíma. Ekki vegna lífeyrissjóðanna heldur vegna þess að Landvirkjun ætlaði að kanna á erlendum fjármálamarkaði hvort þeir ættu kost á erlendu láni," segir Arnar. Í annan stað hafi átt sér stað viðræður varðandi HS Orku en lífeyrissjóðirnir hafi ekki verið tilbúnir að koma að verkefninu sem eigendur. „Við létum sérfræðinga lífeyrissjóðanna skoða þau mál varðandi hugsanleg kaup á hlutafé. Niðurstaðan var sú að menn náðu ekki saman um verðmat og þess vegna kláraðist sú umræða." Í þriðja lagi segir Arnar að Orkuveita Reykjavíkur hafi boðið út skuldabréf. „Nokkrir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf af Orkuveitunni en ekki allir. Þannig að á sama hátt hafa lífeyrissjóðirnir nálgast þetta mál að markaðslegum ástæðum og þannig er staðan í dag, Það er ekkert sem stendur þar upp á okkur."Hafa áhyggjur af þróun atvinnumála Arnar segir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi jafn miklar áhyggjur af þróun atvinnumála hér á landi og allir aðrir. „Tólfti hver aðili sem greiddi í lífeyrissjóði er núna atvinnulaus. Við teljum mjög mikilvægt að koma hjólum atvinnulífsins á stað á nýjan leik en það gerist ekki með slíku viðtali eins og við iðnaðarráðherra í gær." Þá segir Arnar sjálfsagt að fara yfir þessi mál. „Það eru viðræður í gangi við ríkishópinn svokallað um aðkomu að ákveðnum atriðum og þær ganga að sumu leyti þokkalega. En í þessum atriðum sem ráðherra vísaði til er meiri hægagangur, en þar er ekki við lífeyrissjóðina að sakast."
Tengdar fréttir Illa gengur að fjármagna stóriðju - Katrín bendir á lífeyrissjóðina Illa gengur að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum. 21. maí 2010 18:37 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Illa gengur að fjármagna stóriðju - Katrín bendir á lífeyrissjóðina Illa gengur að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum. 21. maí 2010 18:37