Vísar orðum iðnaðarráðherra á bug - ekki við lífeyrissjóðina að sakast 22. maí 2010 14:42 „Við teljum mjög mikilvægt að koma hjólum atvinnulífsins á stað á nýjan leik en það gerist ekki með slíku viðtali eins og við iðnaðarráðherra í gær," segir Arnar Sigurmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, Mynd/Stefán Karlsson Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, vísar orðum iðnaðarráðherra um illa gangi að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum á bug. Hann segir að ekki sé við lífeyrissjóðina að sakast. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fara yrði yfir það hvers vegna lífeyrissjóðirnir væru jafn tregir eins og nýleg dæmi sýni að koma með fjármagn inn í orkugeirann. Hún nefndi máli sínu til stuðnings málefni Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. „Það er eitthvað sem við þurfum að fara vandlega yfir," sagði Katrín.Viðtalið kom töluvert á óvart Arnar segir að viðtalið hafi komið sér töluvert á óvart. „Í fyrsta lagi voru lífeyrissjóðirnir í viðræðum við Landsvirkjun um að koma að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Þær viðræður hafa legið niðri um nokkurn tíma. Ekki vegna lífeyrissjóðanna heldur vegna þess að Landvirkjun ætlaði að kanna á erlendum fjármálamarkaði hvort þeir ættu kost á erlendu láni," segir Arnar. Í annan stað hafi átt sér stað viðræður varðandi HS Orku en lífeyrissjóðirnir hafi ekki verið tilbúnir að koma að verkefninu sem eigendur. „Við létum sérfræðinga lífeyrissjóðanna skoða þau mál varðandi hugsanleg kaup á hlutafé. Niðurstaðan var sú að menn náðu ekki saman um verðmat og þess vegna kláraðist sú umræða." Í þriðja lagi segir Arnar að Orkuveita Reykjavíkur hafi boðið út skuldabréf. „Nokkrir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf af Orkuveitunni en ekki allir. Þannig að á sama hátt hafa lífeyrissjóðirnir nálgast þetta mál að markaðslegum ástæðum og þannig er staðan í dag, Það er ekkert sem stendur þar upp á okkur."Hafa áhyggjur af þróun atvinnumála Arnar segir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi jafn miklar áhyggjur af þróun atvinnumála hér á landi og allir aðrir. „Tólfti hver aðili sem greiddi í lífeyrissjóði er núna atvinnulaus. Við teljum mjög mikilvægt að koma hjólum atvinnulífsins á stað á nýjan leik en það gerist ekki með slíku viðtali eins og við iðnaðarráðherra í gær." Þá segir Arnar sjálfsagt að fara yfir þessi mál. „Það eru viðræður í gangi við ríkishópinn svokallað um aðkomu að ákveðnum atriðum og þær ganga að sumu leyti þokkalega. En í þessum atriðum sem ráðherra vísaði til er meiri hægagangur, en þar er ekki við lífeyrissjóðina að sakast." Tengdar fréttir Illa gengur að fjármagna stóriðju - Katrín bendir á lífeyrissjóðina Illa gengur að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum. 21. maí 2010 18:37 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, vísar orðum iðnaðarráðherra um illa gangi að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum á bug. Hann segir að ekki sé við lífeyrissjóðina að sakast. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fara yrði yfir það hvers vegna lífeyrissjóðirnir væru jafn tregir eins og nýleg dæmi sýni að koma með fjármagn inn í orkugeirann. Hún nefndi máli sínu til stuðnings málefni Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. „Það er eitthvað sem við þurfum að fara vandlega yfir," sagði Katrín.Viðtalið kom töluvert á óvart Arnar segir að viðtalið hafi komið sér töluvert á óvart. „Í fyrsta lagi voru lífeyrissjóðirnir í viðræðum við Landsvirkjun um að koma að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Þær viðræður hafa legið niðri um nokkurn tíma. Ekki vegna lífeyrissjóðanna heldur vegna þess að Landvirkjun ætlaði að kanna á erlendum fjármálamarkaði hvort þeir ættu kost á erlendu láni," segir Arnar. Í annan stað hafi átt sér stað viðræður varðandi HS Orku en lífeyrissjóðirnir hafi ekki verið tilbúnir að koma að verkefninu sem eigendur. „Við létum sérfræðinga lífeyrissjóðanna skoða þau mál varðandi hugsanleg kaup á hlutafé. Niðurstaðan var sú að menn náðu ekki saman um verðmat og þess vegna kláraðist sú umræða." Í þriðja lagi segir Arnar að Orkuveita Reykjavíkur hafi boðið út skuldabréf. „Nokkrir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf af Orkuveitunni en ekki allir. Þannig að á sama hátt hafa lífeyrissjóðirnir nálgast þetta mál að markaðslegum ástæðum og þannig er staðan í dag, Það er ekkert sem stendur þar upp á okkur."Hafa áhyggjur af þróun atvinnumála Arnar segir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi jafn miklar áhyggjur af þróun atvinnumála hér á landi og allir aðrir. „Tólfti hver aðili sem greiddi í lífeyrissjóði er núna atvinnulaus. Við teljum mjög mikilvægt að koma hjólum atvinnulífsins á stað á nýjan leik en það gerist ekki með slíku viðtali eins og við iðnaðarráðherra í gær." Þá segir Arnar sjálfsagt að fara yfir þessi mál. „Það eru viðræður í gangi við ríkishópinn svokallað um aðkomu að ákveðnum atriðum og þær ganga að sumu leyti þokkalega. En í þessum atriðum sem ráðherra vísaði til er meiri hægagangur, en þar er ekki við lífeyrissjóðina að sakast."
Tengdar fréttir Illa gengur að fjármagna stóriðju - Katrín bendir á lífeyrissjóðina Illa gengur að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum. 21. maí 2010 18:37 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Illa gengur að fjármagna stóriðju - Katrín bendir á lífeyrissjóðina Illa gengur að fjármagna stóriðjuframkvæmdir vegna tregðu lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum. 21. maí 2010 18:37