Sjálfdæmi eða regla Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 19. mars 2010 06:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun