Handbolti

Vignir fer til Hannover í sumar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Vignir Svavarsson er búinn að semja við þýska félagið Hannover-Burgdord eins og búist var við og gengur hann til liðs við félagið í sumar. Hjá Hannover hittir hann Aron Kristjánsson sem tekur við stjórnartaumunum þar bráðlega.

Aron og Vignir voru saman hjá danska liðinu Skjern á sínum tíma en Vignir hefur síðustu tvö ár verið hjá Lemgo. Samningur hans við Hannover er til tveggja ára en þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×