Þjófur -s, -ar KK Rúnar Helgi Vignisson skrifar 9. júlí 2010 06:00 Í mínum huga hefur orðið þjófur verið endurskilgreint. Nú einskorða ég skilgreininguna ekki lengur við hegningarlögin sem okkar mistæka Alþingi hefur samþykkt heldur set orðið í víðara samhengi. Jón Hreggviðsson var ekki eiginlegur þjófur í mínum huga þótt hann nældi sér í snæri og margir þeirra sem breska heimsveldið lét flytja til Ástralíu á sínum tíma voru það ekki heldur. Jón og áströlsku sakamennirnir voru miklu frekar fórnarlömb þjófa, rétt eins og alþýða þessa lands er nú. Það felur nefnilega í sér þjófnað að búa til samfélag sem hlunnfer suma þegna sína. Samfélag sem misskiptir auði sínum svo gróflega að sumir neyðast til að stela sér til lífsviðurværis er samfélag ranglætis sem ekki verður réttlætt og gerir alla að þjófum áður en yfir lýkur. Ekkert réttlætir að fáir sölsi undir sig svo mikinn auð að þúsundir ef ekki milljónir annarra lepji dauðann úr skel. Þeir sem það gera eru þjófar enda kemur alltaf í ljós að auðurinn var illa fenginn, að hann var í rauninni ólíðandi upptaka á eigum og lífsorku annarra. Sagan sýnir okkur að slík þróun endar á einn veg því allir telja sig innst inni eiga rétt á mannsæmandi lífi. Vissulega á snjallt fólk sem skapar öðrum lífsviðurværi að njóta þess, en ef því hefur líka verið gefin viska veit það að umbunin felst ekki bara í veraldlegum auði. Mannkyninu óx ekki fiskur um hrygg af því fáir kúguðu auðinn út úr þegnunum. Umbunin felst í samfélagi þar sem allir njóta sín og síns auðs á sanngjörnum forsendum. En vei hinni föllnu borg; nú horfir maður á eigur nágrannans og hugsar sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í mínum huga hefur orðið þjófur verið endurskilgreint. Nú einskorða ég skilgreininguna ekki lengur við hegningarlögin sem okkar mistæka Alþingi hefur samþykkt heldur set orðið í víðara samhengi. Jón Hreggviðsson var ekki eiginlegur þjófur í mínum huga þótt hann nældi sér í snæri og margir þeirra sem breska heimsveldið lét flytja til Ástralíu á sínum tíma voru það ekki heldur. Jón og áströlsku sakamennirnir voru miklu frekar fórnarlömb þjófa, rétt eins og alþýða þessa lands er nú. Það felur nefnilega í sér þjófnað að búa til samfélag sem hlunnfer suma þegna sína. Samfélag sem misskiptir auði sínum svo gróflega að sumir neyðast til að stela sér til lífsviðurværis er samfélag ranglætis sem ekki verður réttlætt og gerir alla að þjófum áður en yfir lýkur. Ekkert réttlætir að fáir sölsi undir sig svo mikinn auð að þúsundir ef ekki milljónir annarra lepji dauðann úr skel. Þeir sem það gera eru þjófar enda kemur alltaf í ljós að auðurinn var illa fenginn, að hann var í rauninni ólíðandi upptaka á eigum og lífsorku annarra. Sagan sýnir okkur að slík þróun endar á einn veg því allir telja sig innst inni eiga rétt á mannsæmandi lífi. Vissulega á snjallt fólk sem skapar öðrum lífsviðurværi að njóta þess, en ef því hefur líka verið gefin viska veit það að umbunin felst ekki bara í veraldlegum auði. Mannkyninu óx ekki fiskur um hrygg af því fáir kúguðu auðinn út úr þegnunum. Umbunin felst í samfélagi þar sem allir njóta sín og síns auðs á sanngjörnum forsendum. En vei hinni föllnu borg; nú horfir maður á eigur nágrannans og hugsar sitt.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar