Skattaafsláttur gagnast sprotafyrirtækjum lítið 7. júní 2010 00:01 Skattaafsláttur einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað," segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæðir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir mikla áhættu felast í kaupum á hlutafé sprotafyrirtækja og því hefði verið farsælla að veita fólki afslátt vegna fjárfestinga í sjóðum sem fjárfesta í sprotafyrir-tækjum. Slíkt var í gildi fyrir rúmum áratug og hleypt lífi í hlutabréfamarkaðinn. Hún bendir á að þegar frumvarpið var til umræðu í nefnd hafi margir lagt slíkt til. „Ég sá fyrir mér sjóð sem fjárfestir í nokkrum fyrirtækjum en er lokaður í nokkur ár," segir Helga. Lög um skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum tóku gildi á nýársdag. Þau fela í sér að einstaklingar geta fengið að hámarki þrjú hundruð þúsund króna skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé nýsköpunarfyrirtækja og hjón tvöfalt meira. Fjárfestingin þarf að vera bundin í þrjú ár. Aðeins er um að ræða þátttöku í hlutafjáraukningu nýsköpunarfyrirtækja sem fengið hafa staðfestingu hjá Rannís. Magnús Stefánsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, er sérfræðingur hjá Rannís og vinnur að innleiðingu laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Hann segir flesta umsagnaraðila hafa bent á sjóðaleiðina en kann ekki skýringu á því hvers vegna sú leið var ekki farin. Magnús hefur eftir stjórnendum sprotafyrirtækja að núverandi fyrirkomulag geti flækt rekstur fyrirtækjanna, það dragi úr flækjustiginu að hafa einn sjóð í hluthafahópnum heldur en allt upp undir hundrað manns sem tekið hafi þátt í hlutafjáraukningu fyrirtækisins. „Ég held að það skili meiri árangri að hafa sjóðafyrirkomulag. Það er betra að hafa einn sjóð í hluthafahópnum í stað fimmtíu til hundrað einstaklinga." Lög um stuðning við nýsköpunar-fyrirtæki verða endurskoðuð undir lok næsta árs. - jab Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Skattaafsláttur einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað," segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæðir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir mikla áhættu felast í kaupum á hlutafé sprotafyrirtækja og því hefði verið farsælla að veita fólki afslátt vegna fjárfestinga í sjóðum sem fjárfesta í sprotafyrir-tækjum. Slíkt var í gildi fyrir rúmum áratug og hleypt lífi í hlutabréfamarkaðinn. Hún bendir á að þegar frumvarpið var til umræðu í nefnd hafi margir lagt slíkt til. „Ég sá fyrir mér sjóð sem fjárfestir í nokkrum fyrirtækjum en er lokaður í nokkur ár," segir Helga. Lög um skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum tóku gildi á nýársdag. Þau fela í sér að einstaklingar geta fengið að hámarki þrjú hundruð þúsund króna skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé nýsköpunarfyrirtækja og hjón tvöfalt meira. Fjárfestingin þarf að vera bundin í þrjú ár. Aðeins er um að ræða þátttöku í hlutafjáraukningu nýsköpunarfyrirtækja sem fengið hafa staðfestingu hjá Rannís. Magnús Stefánsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, er sérfræðingur hjá Rannís og vinnur að innleiðingu laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Hann segir flesta umsagnaraðila hafa bent á sjóðaleiðina en kann ekki skýringu á því hvers vegna sú leið var ekki farin. Magnús hefur eftir stjórnendum sprotafyrirtækja að núverandi fyrirkomulag geti flækt rekstur fyrirtækjanna, það dragi úr flækjustiginu að hafa einn sjóð í hluthafahópnum heldur en allt upp undir hundrað manns sem tekið hafi þátt í hlutafjáraukningu fyrirtækisins. „Ég held að það skili meiri árangri að hafa sjóðafyrirkomulag. Það er betra að hafa einn sjóð í hluthafahópnum í stað fimmtíu til hundrað einstaklinga." Lög um stuðning við nýsköpunar-fyrirtæki verða endurskoðuð undir lok næsta árs. - jab
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent