Smábátasjómenn kanna stofnun eigin lífeyrissjóðs 25. október 2010 09:13 Landssamband smábátasjómanna (LS) hefur falið framkvæmdastjóra sínum að kanna kosti þess og galla að stofna lífeyrissjóð smábátasjómanna. Þetta var samþykkt á aðalfundi LS fyrir helgina en mikil óánægja kom fram gagnvart lífeyrissjóðnum Gildi sem félagsmenn LS hafa hingað til greitt í. Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS skýrði frá fundi stjórnar LS þar sem mikil og þung umræða hefði farið fram um afkomu Gildis lífeyrissjóðs. Stjórnin hefði lýst áhyggjum sínum yfir stöðu sjóðsins. Örn segir að við skoðun á ársreikningum Gildis lífeyrissjóðs fyrir árin 2008 og 2009 gæti svo farið að eignir sjóðsins rýrni um alls 70 milljarða ef ekkert innheimtist sem gerð væri krafa til, það jafngildir iðgjöldum sjóðfélaga í tvo áratugi. Framkvæmdastjóri lýsti upplifun sinni á aðalfundi Gildis þar sem hann hefði ekki greint gagnrýna hugsun hjá þáverandi stjórnarformanni sjóðsins Vilhjálmi Egilssyni um að stjórn sjóðsins hefði ekki staðið sig nægjanlega vel. „ Þá upplifði ég heldur ekki að stjórn sjóðsins hefði áhuga á að gera ársfundi opnari, þ.e. að allir sjóðfélagar hefðu atkvæðisrétt. Það var í sjálfu sér ömurleg tilfinning að sitja fundinn bæði sem sjóðfélagi og fulltrúi hundruða sjóðfélaga og hafa ekki atkvæðisrétt," segir Örn Pálsson í innleggi sínu til aðalfundar LS en fjallað er um málið á vefsíðu sambandsins. Í ræðu sinni sagðist Örn hafa upplýst stjórn LS um spurningar frá sér á ársfundi Gildis og svörum sjóðsins. Hann vék sérstaklega að einum þætti þess málefnis: „Hver er skýring þess að Gildi lífeyrissjóður lánaði Glitni hf, banka í einkarekstri, víkjandi lán að upphæð 3,69 milljarðar? Hver eða hverjir tóku ákvörðun um þetta lán, hver eða hverjir bera ábyrgðina og hvað lá til grundvallar ákvörðuninni. Hvað gekk mönnum til? Svar sjóðsins var eftirfarandi: „Í mars 2008 keypti Gildi breytanlegt/víkjandi skuldabréf af Glitni banka fyrir 3 milljarða króna. Stjórn sjóðsins, framkvæmdastjóri og forstöðumaður eignastýringar tóku ákvörðun um kaupin á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir um stöðu bankans. Sjóðurinn telur nú í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið eftir fall bankans að stjórnendur hans hafi gefið rangar upplýsingar um stöðuna. Sjóðurinn rekur nú dómsmál til að fá skuldabréf þetta metið sem almenna kröfu í þrotabú bankans. Einnig verður skoðað hvort höfðað verður skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans." Örn segir að hér séu menn með allt niðrum sig, alvarleg mistök hafa verið gerð, kallað er eftir ábyrgð stjórnarinnar. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Landssamband smábátasjómanna (LS) hefur falið framkvæmdastjóra sínum að kanna kosti þess og galla að stofna lífeyrissjóð smábátasjómanna. Þetta var samþykkt á aðalfundi LS fyrir helgina en mikil óánægja kom fram gagnvart lífeyrissjóðnum Gildi sem félagsmenn LS hafa hingað til greitt í. Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS skýrði frá fundi stjórnar LS þar sem mikil og þung umræða hefði farið fram um afkomu Gildis lífeyrissjóðs. Stjórnin hefði lýst áhyggjum sínum yfir stöðu sjóðsins. Örn segir að við skoðun á ársreikningum Gildis lífeyrissjóðs fyrir árin 2008 og 2009 gæti svo farið að eignir sjóðsins rýrni um alls 70 milljarða ef ekkert innheimtist sem gerð væri krafa til, það jafngildir iðgjöldum sjóðfélaga í tvo áratugi. Framkvæmdastjóri lýsti upplifun sinni á aðalfundi Gildis þar sem hann hefði ekki greint gagnrýna hugsun hjá þáverandi stjórnarformanni sjóðsins Vilhjálmi Egilssyni um að stjórn sjóðsins hefði ekki staðið sig nægjanlega vel. „ Þá upplifði ég heldur ekki að stjórn sjóðsins hefði áhuga á að gera ársfundi opnari, þ.e. að allir sjóðfélagar hefðu atkvæðisrétt. Það var í sjálfu sér ömurleg tilfinning að sitja fundinn bæði sem sjóðfélagi og fulltrúi hundruða sjóðfélaga og hafa ekki atkvæðisrétt," segir Örn Pálsson í innleggi sínu til aðalfundar LS en fjallað er um málið á vefsíðu sambandsins. Í ræðu sinni sagðist Örn hafa upplýst stjórn LS um spurningar frá sér á ársfundi Gildis og svörum sjóðsins. Hann vék sérstaklega að einum þætti þess málefnis: „Hver er skýring þess að Gildi lífeyrissjóður lánaði Glitni hf, banka í einkarekstri, víkjandi lán að upphæð 3,69 milljarðar? Hver eða hverjir tóku ákvörðun um þetta lán, hver eða hverjir bera ábyrgðina og hvað lá til grundvallar ákvörðuninni. Hvað gekk mönnum til? Svar sjóðsins var eftirfarandi: „Í mars 2008 keypti Gildi breytanlegt/víkjandi skuldabréf af Glitni banka fyrir 3 milljarða króna. Stjórn sjóðsins, framkvæmdastjóri og forstöðumaður eignastýringar tóku ákvörðun um kaupin á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir um stöðu bankans. Sjóðurinn telur nú í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið eftir fall bankans að stjórnendur hans hafi gefið rangar upplýsingar um stöðuna. Sjóðurinn rekur nú dómsmál til að fá skuldabréf þetta metið sem almenna kröfu í þrotabú bankans. Einnig verður skoðað hvort höfðað verður skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans." Örn segir að hér séu menn með allt niðrum sig, alvarleg mistök hafa verið gerð, kallað er eftir ábyrgð stjórnarinnar.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira