Kvennalið Fram í handknattleik komst í dag áfram í EHF-keppninni í handbolta er stelpurnar slógu út svissneska liðið LC Bruhl.
Fram vann fyrri leikinn í gær, 26-25, og síðari leikinn í dag, 31-25.
Stella Sigurðardóttir var markahæst í Framliðinu í dag með 9 mörk. Íris Björk Símonardóttir átti sannkallaðan stórleik í markinu og varði 24 skot, þar af þrjú víti.