Kenna bönkunum um fasteignabóluna 15. júlí 2010 05:00 Innkoma bankanna á fasteignalánamarkaðinn var að mati Íbúðalánasjóðs „áhlaup“ á sjóðinn, að því er fram kemur í greinargerð. Fréttablaðið/Vilhelm Efnahagsmál Rannsóknarnefnd Alþingis dregur rangar ályktanir af áhrifum hækkunar á hámarkslán Íbúðalánasjóðs að mati sjóðsins. Þetta kemur fram í greinargerð sem sjóðurinn sendi þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Fram kom í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs hefðu verið þensluhvetjandi. „Breytingarnar á útlánareglunum voru með stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna. Þau mistök voru gerð með fullri vitund um líklegar afleiðingar aðgerðanna," segir þar enn fremur. Þessu er harðlega mótmælt í skýrslu Íbúðalánasjóðs. „Áhrif breytinga á útlánafyrirkomulag Íbúðalánasjóðs árið 2004 eru stórlega ofmetin í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Innleiðing 90 prósenta lána og hófleg hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs er ekki sá áhrifavaldur á þróun fasteignaverðs til verulegrar hækkunar og þenslu í íslensku efnahagslífi sem haldið er fram í skýrslunni," segir í greinargerðinni. Innkomu bankanna á fasteignalánamarkaðinn í ágúst 2004 er lýst sem „áhlaupi" á Íbúðalánasjóð. Á einni nóttu hafi áform stjórnvalda um að hækka lánshlutfall sjóðsins í áföngum í 90 prósent, í takt við efnahagsástandið hverju sinni, verið útilokuð af bankakerfinu. Það hafi verið gert fyrirvaralaust og án nokkurs samráðs bankakerfisins við stjórnvöld, Seðlabankann eða Fjármálaeftirlitið. „Hækkun á fasteignaverði og mikil þensla á fasteignamarkaði var fyrst og fremst tilkomin vegna óheftra íbúðalána bankakerfisins. Íbúðalán Íbúðalánasjóðs höfðu þar takmörkuð áhrif þar sem íbúakaupendur höfðu aðgang að ótakmörkuðum íbúðalánum bankanna án hámarkslánsfjárhæðar eða annarra takmarkandi skilyrða á svipuðum vöxtum og með mun hærra lánshlutfalli en Íbúðalánasjóður bauð," segir í greinargerðinni. Stjórnvöld áformuðu að hækka hlutfall lána Íbúðalánasjóðs í 90 prósent í áföngum allt þar til bankarnir komu inn á markaðinn í ágúst 2004. Engan tilgang hafði að innleiða breytingarnar í áföngum eftir að bankarnir komu inn á markaðinn, að því er fram kemur í greinargerð Íbúðalánasjóðs. „Hún hefði aðeins leitt til þess að Íbúðalánasjóður hefði ekki verið lengur á þessum markaði, trúlega misst hlutverk sitt og tilgang og þar með hefði megin markmiði bankanna með þessari innkomu [bankanna] verið náð," segir í greinargerðinni. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Efnahagsmál Rannsóknarnefnd Alþingis dregur rangar ályktanir af áhrifum hækkunar á hámarkslán Íbúðalánasjóðs að mati sjóðsins. Þetta kemur fram í greinargerð sem sjóðurinn sendi þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Fram kom í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs hefðu verið þensluhvetjandi. „Breytingarnar á útlánareglunum voru með stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna. Þau mistök voru gerð með fullri vitund um líklegar afleiðingar aðgerðanna," segir þar enn fremur. Þessu er harðlega mótmælt í skýrslu Íbúðalánasjóðs. „Áhrif breytinga á útlánafyrirkomulag Íbúðalánasjóðs árið 2004 eru stórlega ofmetin í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Innleiðing 90 prósenta lána og hófleg hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs er ekki sá áhrifavaldur á þróun fasteignaverðs til verulegrar hækkunar og þenslu í íslensku efnahagslífi sem haldið er fram í skýrslunni," segir í greinargerðinni. Innkomu bankanna á fasteignalánamarkaðinn í ágúst 2004 er lýst sem „áhlaupi" á Íbúðalánasjóð. Á einni nóttu hafi áform stjórnvalda um að hækka lánshlutfall sjóðsins í áföngum í 90 prósent, í takt við efnahagsástandið hverju sinni, verið útilokuð af bankakerfinu. Það hafi verið gert fyrirvaralaust og án nokkurs samráðs bankakerfisins við stjórnvöld, Seðlabankann eða Fjármálaeftirlitið. „Hækkun á fasteignaverði og mikil þensla á fasteignamarkaði var fyrst og fremst tilkomin vegna óheftra íbúðalána bankakerfisins. Íbúðalán Íbúðalánasjóðs höfðu þar takmörkuð áhrif þar sem íbúakaupendur höfðu aðgang að ótakmörkuðum íbúðalánum bankanna án hámarkslánsfjárhæðar eða annarra takmarkandi skilyrða á svipuðum vöxtum og með mun hærra lánshlutfalli en Íbúðalánasjóður bauð," segir í greinargerðinni. Stjórnvöld áformuðu að hækka hlutfall lána Íbúðalánasjóðs í 90 prósent í áföngum allt þar til bankarnir komu inn á markaðinn í ágúst 2004. Engan tilgang hafði að innleiða breytingarnar í áföngum eftir að bankarnir komu inn á markaðinn, að því er fram kemur í greinargerð Íbúðalánasjóðs. „Hún hefði aðeins leitt til þess að Íbúðalánasjóður hefði ekki verið lengur á þessum markaði, trúlega misst hlutverk sitt og tilgang og þar með hefði megin markmiði bankanna með þessari innkomu [bankanna] verið náð," segir í greinargerðinni.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira