Valsmenn jöfnuðu metin á móti Haukum í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta eftir 22-20 sigur á Haukum í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í gær.
Valsmenn voru komnir í 21-15 þegar ellefu mínútur voru eftir en fimm mörk Hauka í röð settu mikla spennu í leikinn. Valsmönnum tókst þó að landa sigri ólíkt því í fyrsta leiknum þegar þeir létu Hauka stela af sér sigrinum.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Vodafone-höllinni í gær og myndaði baráttuna.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
