Umfjöllun: Afturelding og Grótta hafa deildaskipti Elvar Geir Magnússon í Mosfellsbæ skrifar 3. maí 2010 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða. Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða.
Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira