Umfjöllun: Afturelding og Grótta hafa deildaskipti Elvar Geir Magnússon í Mosfellsbæ skrifar 3. maí 2010 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða. Olís-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða.
Olís-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira