Kosningabarátta í kólerufaraldri 18. nóvember 2010 06:00 Miklar skemmdir urðu á forsetahöllinni í Port-au-Prince í jarðskjálftanum í janúar.nordicphotos/AFP Jarðskjálftinn á Haíti í janúar kostaði um 300 þúsund manns lífið. Uppbygging hefur gengið mjög hægt, þrátt fyrir loforð helstu ríkja heims um öfluga aðstoð, og nú bætist kólerufaraldur ofan á allt saman. Vandinn vanmetinnSamkvæmt opinberum tölum hefur kólerubakterían nú lagt meira en þúsund manns að velli og sent um 16 þúsund manns á sjúkrahús. Hjálparstofnanir telja sumar að vandinn sé vanmetinn. Eins og jafnan á hamfarasvæðum óttuðust margir að smitsjúkdómar myndu breiðast út í kjölfar jarðskjálftans. Engra slíkra sjúkdóma varð þó vart fyrr en um miðjan október, en síðan þá hefur kóleran breiðst hratt út um landið. Ástæða kólerufaraldursins er skortur á hreinu vatni og góðri hreinlætisaðstöðu almennt, auk þess sem erfitt er að koma læknishjálp til fólks bæði í sveitum landsins og í borgunum, þar sem fólk hefst víða við í bráðabirgðahúsnæði og þéttbyggðum fátækrahverfum. Kólera smitast með vatni og mat og veldur bæði háum hita og svæsnum niðurgangi. Þótt lítil smithætta sé af venjulegri snertingu fólks hafa margir áhyggjur af því að smithættan verði meiri þar sem margir eru saman komnir og hreinlætisaðstaða léleg. Kosningar nálgastKólerufaraldurinn hefur þegar sett mark sitt á kosningabaráttuna. Í vikunni efndi Michel Martely, vinsæll söngvari sem jafnframt er í framboði, til kosningafundar og hópgöngu í bænum Crois-des-Bouquettes þar sem fólk gekk í kosningaham niður eina götuna, syngjandi, berjandi á trumbur og veifandi kosningaspjöldum. Þúsundir manna biðu í almenningsgarði þar sem frambjóðandinn ætlaði að flytja ræðu sína. Þegar gangan nálgaðist garðinn var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Fólkið var farið að syngja: „Kólera! Kólera“ og inn á milli var skotið hrópum um óánægjuna sem grafið hefur um sig í samfélaginu. Brosið stirðnaði á frambjóðandanum, sem var þó ekki lengi að átta sig á stöðunni og tók sjálfur að syngja hástöfum með fólkinu um kólerufaraldurinn. „Við stundum kosningabaráttuna rétt eins og hér væri engin kólera,“ sagði Martely við blaðamenn stuttu seinna. „Svo við föðmum alla að okkur, erum hjá fólki og göngum með því – og vonum rétt eins og fólkið að við sleppum við smit.“ ÓvissaKosningabaráttan hafði þó gengið nógu brösuglega áður. Lengi framan af var óljóst hve margir yrðu í framboði, og nú þegar aðeins ellefu dagar eru til kosninga hafa skoðanakannanir reynst bæði óáreiðanlegar og misvísandi. Núverandi forseti, Rene Preval, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið uppbyggingarstarfið eftir jarðskjálftann nógu föstum tökum. Flokkur hans, Lespwa, á fyrir vikið erfitt uppdráttar. Meðal forsetaframbjóðenda eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, sem báðum hefur verið steypt af stóli. Einnig er eiginkona eins fyrrverandi forseta í framboði og einn verksmiðjueigandi vonast til að ná kjöri. Jude Celestin, forstjóri byggingafyrirtækis í ríkiseigu, er með forskotið í að minnsta kosti einum skilningi: Dýr kosningaspjöld og auglýsingamiða frá honum er að finna víðar en auglýsingar nokkurs annars frambjóðanda. Söngvarinn Martely virðist einnig eiga góðu fylgi að fagna, enda þekktur fyrir söng sinn undanfarna áratugi og kann að höfða til fjöldans. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Jarðskjálftinn á Haíti í janúar kostaði um 300 þúsund manns lífið. Uppbygging hefur gengið mjög hægt, þrátt fyrir loforð helstu ríkja heims um öfluga aðstoð, og nú bætist kólerufaraldur ofan á allt saman. Vandinn vanmetinnSamkvæmt opinberum tölum hefur kólerubakterían nú lagt meira en þúsund manns að velli og sent um 16 þúsund manns á sjúkrahús. Hjálparstofnanir telja sumar að vandinn sé vanmetinn. Eins og jafnan á hamfarasvæðum óttuðust margir að smitsjúkdómar myndu breiðast út í kjölfar jarðskjálftans. Engra slíkra sjúkdóma varð þó vart fyrr en um miðjan október, en síðan þá hefur kóleran breiðst hratt út um landið. Ástæða kólerufaraldursins er skortur á hreinu vatni og góðri hreinlætisaðstöðu almennt, auk þess sem erfitt er að koma læknishjálp til fólks bæði í sveitum landsins og í borgunum, þar sem fólk hefst víða við í bráðabirgðahúsnæði og þéttbyggðum fátækrahverfum. Kólera smitast með vatni og mat og veldur bæði háum hita og svæsnum niðurgangi. Þótt lítil smithætta sé af venjulegri snertingu fólks hafa margir áhyggjur af því að smithættan verði meiri þar sem margir eru saman komnir og hreinlætisaðstaða léleg. Kosningar nálgastKólerufaraldurinn hefur þegar sett mark sitt á kosningabaráttuna. Í vikunni efndi Michel Martely, vinsæll söngvari sem jafnframt er í framboði, til kosningafundar og hópgöngu í bænum Crois-des-Bouquettes þar sem fólk gekk í kosningaham niður eina götuna, syngjandi, berjandi á trumbur og veifandi kosningaspjöldum. Þúsundir manna biðu í almenningsgarði þar sem frambjóðandinn ætlaði að flytja ræðu sína. Þegar gangan nálgaðist garðinn var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Fólkið var farið að syngja: „Kólera! Kólera“ og inn á milli var skotið hrópum um óánægjuna sem grafið hefur um sig í samfélaginu. Brosið stirðnaði á frambjóðandanum, sem var þó ekki lengi að átta sig á stöðunni og tók sjálfur að syngja hástöfum með fólkinu um kólerufaraldurinn. „Við stundum kosningabaráttuna rétt eins og hér væri engin kólera,“ sagði Martely við blaðamenn stuttu seinna. „Svo við föðmum alla að okkur, erum hjá fólki og göngum með því – og vonum rétt eins og fólkið að við sleppum við smit.“ ÓvissaKosningabaráttan hafði þó gengið nógu brösuglega áður. Lengi framan af var óljóst hve margir yrðu í framboði, og nú þegar aðeins ellefu dagar eru til kosninga hafa skoðanakannanir reynst bæði óáreiðanlegar og misvísandi. Núverandi forseti, Rene Preval, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið uppbyggingarstarfið eftir jarðskjálftann nógu föstum tökum. Flokkur hans, Lespwa, á fyrir vikið erfitt uppdráttar. Meðal forsetaframbjóðenda eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, sem báðum hefur verið steypt af stóli. Einnig er eiginkona eins fyrrverandi forseta í framboði og einn verksmiðjueigandi vonast til að ná kjöri. Jude Celestin, forstjóri byggingafyrirtækis í ríkiseigu, er með forskotið í að minnsta kosti einum skilningi: Dýr kosningaspjöld og auglýsingamiða frá honum er að finna víðar en auglýsingar nokkurs annars frambjóðanda. Söngvarinn Martely virðist einnig eiga góðu fylgi að fagna, enda þekktur fyrir söng sinn undanfarna áratugi og kann að höfða til fjöldans.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira