Handbolti

Alfreð í miklum vandræðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zeitz er meiddur.
Zeitz er meiddur.

Það eru erfiðir tímar hjá Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel. Liðið er aðeins í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og meiðslalistinn virðist lengjast með hverri viku og hafa menn þar á bæ miklar áhyggjur af stöðu mála.

"Meistaratitillinn er fjarlægur draumur í dag," sagði tékkneska stórskyttan Filip Jicha en Kiel er fimm stigum á eftir toppliði Hamburg.

Kiel tókst að tjasla örvhentu skyttunni Christian Zeitz saman um daginn en það entist ekki lengi því hann meiddist aftur og spilar ekki meira á þessu ári.

Fyrir vantar menn eins og Daniel Narcisse, Marcus Ahlm og Kim Andersson er að skríða á lappir.

Alfreð Gíslason er mikill baráttumaður og hann hefur ekki lagt niður vopnin þrátt fyrir erfiða stöðu.

"Við erum Kiel og við munum berjast allt til enda," sagði Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×