Erlent

Hafa áætlun um að ráðast inn í Íran

Mike Mullen, háttsettur stjórnandi hjá bandaríska hernum, segist hafa áætlun um að ráðast á Íran ef þurfa þykir til að koma í veg fyrir að landið öðlist kjarnorkuvopn.

Hann segir að það sé erfitt að spá fyrir um afleiðingarnar enda ríkir mikið ójafnvægi í þessum heimshluta.

Mullen segir að það væri óásættanlegt ef Íran væri leyft að þróa kjarnorkuvopn og segist hafa áætlun um að ráðast inn í landið ef þurfa þykir. „Satt best að segja hef ég áhyggjur af báðum þessum valkostum."

Hann segist vongóður um að viðræður diplómata og refsiaðgerðir muni leiða til þess að Íran hæti við kjarorkuáætlanir sínar, segir í frétt AFP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×