Viðskipti innlent

Bakkabræður hættir í stjórn Exista

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bakkabræður eru hættir í stjórn Exista. Mynd/ Hari.
Bakkabræður eru hættir í stjórn Exista. Mynd/ Hari.
Bakkabræður, þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, hættu í stjórn Exista á framhaldsaðalfundi félagsins sem haldinn var í dag. Þá hættu forstjórar félagsins, þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, störfum fyrir félagið auk þess sem þeir sögðu sig úr stjórnum dótturfélaga Exista.

Í fréttatilkynningu frá Exista kemur fram að félagið hefur átt í viðræðum við kröfuhafa sína undanfarna mánuði í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.

Nýja stjórn Exista skipa eftirtaldir aðilar:

H. Ágúst Jóhannesson

Halldór Bjarkar Lúðvígsson

Magnús Magnússon

Sesselja Árnadóttir

Þórarinn V. Þórarinsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×