Erlent

Stór jarðskjálfti skók Haíti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsetahöllin í Port-au-Prince. Mynd/ AFP.
Forsetahöllin í Port-au-Prince. Mynd/ AFP.
Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók strönd Haíti í kvöld. Associated Press fréttastofan hefur eftir sjónarvottum í Port-au-Prince, höfuðborg Haíti, að nokkrar byggingar, þar á meðal spítali, hafi hrunið og að fólk væri hjálparþurfi.

Eftir stóra jarðskjálftann urðu tveir minni upp á 5,9 og 5,5 á Richter.

Óttast er að flóðbylgja geti skollið á Haíti vegna jarðskjálftanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×