Njörður P. Njarðvík: Siðareglur fyrir forseta 30. apríl 2010 09:30 Sá sem hefur næma siðferðiskennd, þarf ekki að setja sér sérstakar reglur. Siðvitund hans segir honum líkt og ósjálfrátt hvað er við hæfi. Það hefði væntanlega þótt tíðindum sæta á tímum Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárn, að talin væri þörf á sérstökum siðareglum um störf þeirra. Hið sama hygg ég að segja megi um Ásgeir Ásgeirsson og Svein Björnsson, þótt ég þekkti ekki að sama skapi til þeirra persónulega. Mér er minnisstætt að ég heyrði Kristján Eldjárn segja, að á Bessastöðum skyldi ríkja alþýðlegur virðuleiki. Þá var sátt með þjóð og forseta - og gagnkvæm virðing.Það er dapurlegt að sjá, að siðferðisálit í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skuli þurfa að taka til hlutar forseta Íslands í útrás og aðdraganda hrunsins - og telja af því nauðsyn að skýra betur hlutverk hans í stjórnarskrá, setja nýjar reglur um hlutverk og verkefni forsetans og æskilegt að forsetaembættið setji sér siðareglur. Það er líka dapurlegt að sjá hvernig forsetinn bregst við. Þótt e.t.v. megi finna einhverjar misfærslur, eru meginatriðin alveg skýr. Forsetinn gekk erinda og mærði úr hófi fram bankamenn og "athafnaskáld" sem hafa valdið þjóðinni allri óbærilegum skaða. Hann gerði þá nánast að heimagöngum á Bessastöðum, skrifaði meðmælabréf, valsaði með þeim um heiminn og flutti fyrir þá lofræður sem voru svo fullar af yfirgengilegri þjóðrembu, að hver sæmilega heilbrigður Íslendingar hlýtur að roðna og blána við lestur þeirra. Í skjóli forsetaembættisins og "auðæfa" sinna töldust þessir menn sérstakt fyrirmyndarfólk. Um þess háttar menn sagði bandaríska ljóðskáldið Walt Whitman árið 1870: "Fyrirmyndarfólk dagsins er ekkert annað en tískuklæddur skríll braskara og rudda." Manngerðin ætti því að vera ekki með öllu óþekkt. Forsetinn hefði betur staðið í ögn meiri og gagnrýnni fjarlægð.Forseti Íslands veitir mönnum heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu. Í 1. grein forsetabréfs um fálkaorðuna frá 31. desember 2005 segir, að henni megi sæma "innlenda einstaklinga eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi." Hér er tæpast átt við neina smámuni, enda hafa ýmsir talið slíka orðuveitingu einhverja æðstu viðurkenningu sem Íslendingum getur hlotnast. Það er ekki gaman fyrir okkur, venjulega Íslendinga, að sjá þrjá fyrrverandi forsætisráðherra spranga um með æðstu stig fálkaorðunnar, þá þrjá sem trúlega hafa skaðað þjóðina öðrum stjórnmálamönnum fremur. Árið 2005 fær Björgólfur Guðmundsson orðuna "fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar". Við vitum að hann veitti stundum rausnarlega til menningarmála, en vitum minna um ætterni þeirra peninga og raunverulega eigendur. Og framlag hans til viðskiptalífs verður tæpast metið til orðuveitingar. En lengst er þó gengið 1. janúar 2007, þegar forseti Íslands veitir Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings banka, riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu "fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi". Sem sé: fyrir það sem hefur beinlínis stórskaðað íslenska þjóð. Skyldu menn nú telja sér mikinn heiður að þiggja þessa orðu? Skyldu einhverjir kannski vilja skila henni? Í 13. gr. segir, að Stórmeistari (forsetinn) geti, "að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana". Kannski er kominn tími til að beita þessu ákvæði?Ekki veit ég hversu vel forseti Íslands er að sér í eldfjallafræði. Enginn íslenskur jarðvísindamaður hefur kveðið upp úr um yfirvofandi Kötlugos, enda veit enginn hvenær eldfjöll gjósa nema með harla skömmum fyrirvara, - því miður. Það er því undarlegt, eftir allt sem á undan er gengið, að forseti Íslands skuli finna hjá sér hvöt til að hræða alla heimsbyggðina - og þar með - að minnsta kosti óbeint - vara menn við að koma hingað og hætta lífi sínu hér. Mörgum brá illilega við þessi ummæli, og hafa sumir haft á orði að forsetanum beri að segja af sér. Um það skal ég ekki dæma. En ljóst má vera, að forseta Íslands ber að gæta orða sinna af varkárni þegar hann talar í krafti síns embættis. Einhverju sinni sagði hann, að gjá hefði myndast milli Alþingis og þjóðarinnar. Hefur hann ekki sjálfur myndað slíka gjá milli sín og hennar? Að minnsta kosti sýnist ljóst, að sameiningartákn þjóðarinnar (eins og sagt er um forseta Íslands) er hann ekki og getur ekki verið. Slíkt sameiningartákn hefur íslensk þjóð ekki átt síðan Vigdís Finnbogadóttir lét af embætti 1996. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Sá sem hefur næma siðferðiskennd, þarf ekki að setja sér sérstakar reglur. Siðvitund hans segir honum líkt og ósjálfrátt hvað er við hæfi. Það hefði væntanlega þótt tíðindum sæta á tímum Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárn, að talin væri þörf á sérstökum siðareglum um störf þeirra. Hið sama hygg ég að segja megi um Ásgeir Ásgeirsson og Svein Björnsson, þótt ég þekkti ekki að sama skapi til þeirra persónulega. Mér er minnisstætt að ég heyrði Kristján Eldjárn segja, að á Bessastöðum skyldi ríkja alþýðlegur virðuleiki. Þá var sátt með þjóð og forseta - og gagnkvæm virðing.Það er dapurlegt að sjá, að siðferðisálit í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skuli þurfa að taka til hlutar forseta Íslands í útrás og aðdraganda hrunsins - og telja af því nauðsyn að skýra betur hlutverk hans í stjórnarskrá, setja nýjar reglur um hlutverk og verkefni forsetans og æskilegt að forsetaembættið setji sér siðareglur. Það er líka dapurlegt að sjá hvernig forsetinn bregst við. Þótt e.t.v. megi finna einhverjar misfærslur, eru meginatriðin alveg skýr. Forsetinn gekk erinda og mærði úr hófi fram bankamenn og "athafnaskáld" sem hafa valdið þjóðinni allri óbærilegum skaða. Hann gerði þá nánast að heimagöngum á Bessastöðum, skrifaði meðmælabréf, valsaði með þeim um heiminn og flutti fyrir þá lofræður sem voru svo fullar af yfirgengilegri þjóðrembu, að hver sæmilega heilbrigður Íslendingar hlýtur að roðna og blána við lestur þeirra. Í skjóli forsetaembættisins og "auðæfa" sinna töldust þessir menn sérstakt fyrirmyndarfólk. Um þess háttar menn sagði bandaríska ljóðskáldið Walt Whitman árið 1870: "Fyrirmyndarfólk dagsins er ekkert annað en tískuklæddur skríll braskara og rudda." Manngerðin ætti því að vera ekki með öllu óþekkt. Forsetinn hefði betur staðið í ögn meiri og gagnrýnni fjarlægð.Forseti Íslands veitir mönnum heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu. Í 1. grein forsetabréfs um fálkaorðuna frá 31. desember 2005 segir, að henni megi sæma "innlenda einstaklinga eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi." Hér er tæpast átt við neina smámuni, enda hafa ýmsir talið slíka orðuveitingu einhverja æðstu viðurkenningu sem Íslendingum getur hlotnast. Það er ekki gaman fyrir okkur, venjulega Íslendinga, að sjá þrjá fyrrverandi forsætisráðherra spranga um með æðstu stig fálkaorðunnar, þá þrjá sem trúlega hafa skaðað þjóðina öðrum stjórnmálamönnum fremur. Árið 2005 fær Björgólfur Guðmundsson orðuna "fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar". Við vitum að hann veitti stundum rausnarlega til menningarmála, en vitum minna um ætterni þeirra peninga og raunverulega eigendur. Og framlag hans til viðskiptalífs verður tæpast metið til orðuveitingar. En lengst er þó gengið 1. janúar 2007, þegar forseti Íslands veitir Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings banka, riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu "fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi". Sem sé: fyrir það sem hefur beinlínis stórskaðað íslenska þjóð. Skyldu menn nú telja sér mikinn heiður að þiggja þessa orðu? Skyldu einhverjir kannski vilja skila henni? Í 13. gr. segir, að Stórmeistari (forsetinn) geti, "að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana". Kannski er kominn tími til að beita þessu ákvæði?Ekki veit ég hversu vel forseti Íslands er að sér í eldfjallafræði. Enginn íslenskur jarðvísindamaður hefur kveðið upp úr um yfirvofandi Kötlugos, enda veit enginn hvenær eldfjöll gjósa nema með harla skömmum fyrirvara, - því miður. Það er því undarlegt, eftir allt sem á undan er gengið, að forseti Íslands skuli finna hjá sér hvöt til að hræða alla heimsbyggðina - og þar með - að minnsta kosti óbeint - vara menn við að koma hingað og hætta lífi sínu hér. Mörgum brá illilega við þessi ummæli, og hafa sumir haft á orði að forsetanum beri að segja af sér. Um það skal ég ekki dæma. En ljóst má vera, að forseta Íslands ber að gæta orða sinna af varkárni þegar hann talar í krafti síns embættis. Einhverju sinni sagði hann, að gjá hefði myndast milli Alþingis og þjóðarinnar. Hefur hann ekki sjálfur myndað slíka gjá milli sín og hennar? Að minnsta kosti sýnist ljóst, að sameiningartákn þjóðarinnar (eins og sagt er um forseta Íslands) er hann ekki og getur ekki verið. Slíkt sameiningartákn hefur íslensk þjóð ekki átt síðan Vigdís Finnbogadóttir lét af embætti 1996.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun