Innlent

Afrísk stemning á Vitatorgi

Félagasamtökin Veraldarvinir standa í dag fyrir afrískri hátíð í samstarfi við Reykjavíkurborg. Hátíðin fer fram á Vitatorgi við Hverfisgötu og hefjast leikar í hádeginu og standa fram á kvöld.

Fjölmargt er í boði í allan dag og má nefna tónlist frá álfunni og námskeið í trommuleik og í gerð afrískra gríma.

Þessi hátíð er partur af stóru verkefni sem Veraldarvinir standa að í samstarfi við Reykjavíkurborg. Verkefnið ber heitið fóstrun Hverfisgötunnar og felur það í sér að fegra götuna, afnema það óorð sem hún ber og gera hana að menningar- og listagötu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×