Innlent

Starfsþjálfunartíminn styttur

Lögreglunemar Í kennslustund um umferðarstjórnun.
Lögreglunemar Í kennslustund um umferðarstjórnun.

Á árinu 2009 gerðist það í fyrsta sinn að lögregluliðin á landinu gátu ekki tekið við grunnnámsnemum í launaða starfsþjálfun. Ákveðið var að stytta starfsþjálfunartímann úr átta mánuðum í fjóra og skólinn greiddi dagvinnulaun nemenda þann tíma.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Lögregluskóla ríkisins fyrir árið 2009.

29 nemendur voru á fyrstu önn grunnnáms skólans á árinu, 38 nemendur í starfsþjálfun og 15 nemendur voru brautskráðir frá grunnnámsdeild skólans.

Í ársskýrslunni kemur fram að Lögregluskólinn hefur nú brautskráð alla þá grunnnámsnemendur sem hófu lögreglunám árin 2008 og 2009. Arnar Guðmundsson skólastjóri vonast til að inntökuferli fyrir almennt lögreglu­nám verði næsta haust og að nýnemar hefji nám við grunnnámsdeild skólans í byrjun janúar 2011 svo að eðlileg endurnýjun lögreglustéttarinnar geti átt sér stað.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×