Illa ígrunduð og niðrandi skrif Sigurjón Þórðarson skrifar 3. desember 2010 06:30 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar nokkuð langa grein í Fréttablaðið þann 1. desember sl. þar sem hann kvartar sáran yfir því að íbúar hinna dreifðu byggða hafi reynt að verjast allt að 40% niðurskurði á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni í boði Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra.Eftir fyrstu endurskoðun á óvægnum niðurskurðartillögum Samfylkingarinnar blasir við Skagfirðingum að fjárframlög Heilbrigðisstofunarinnar sem voru skorin niður um 11% í ár, verði skorin áfram hörkulega niður um 24% á næstu tveimur árum. Ekki fór neitt fyrir efnislegum rökum hjá hagfræðingnum fyrir þvílíku offorsi gegn heilbrigðisþjónustunni. Þröstur varði hins vegar miklu púðri í niðrandi skrif um nauðvörn íbúa fyrir grunnþjónustu á borð við heilsugæslu og sjúkrarými fyrir aldraða. Í ljósi þeirra fordóma sem komu fram í grein Þrastar er rétt að benda honum og öðrum á vandað lögfræðiálit Daggar Pálsdóttur þar sem efast er um lögmæti boðaðs niðurskurðar. Sömuleiðis hafa reynslan og útreikningar sýnt að vanhugsaðar breytingar og niðurskurður á einum stað í heilbrigðiskerfinu geta leitt til aukins kostnaðar annars staðar í kerfinu. Ánægjulegar viðhorfsbreytingar koma þó fram í grein Þrastar um að rétt sé að minnka yfirbyggingu og gæta hófs en sjálfur var hann einn helsti hvatamaður að byggingu rándýrs tónlistarhúss í samvinnu við útrásarvíkinga. Sömuleiðis barðist hann hart gegn því að byggingunni yrði slegið á frest þegar kreppan fór að læsa klóm sínum í landsmenn. Og ráðamenn tóku þátt í þeirri vörn. Mér finnst illa ígrundað og í hæsta máta óskynsamlegt hjá norrænu velferðarstjórninni að ætla að flytja aldraða hreppaflutningum úr heimabyggð. Forgangsröðum frekar gæluverkefnum aftar í röðina, þau geta beðið en aldraðir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar nokkuð langa grein í Fréttablaðið þann 1. desember sl. þar sem hann kvartar sáran yfir því að íbúar hinna dreifðu byggða hafi reynt að verjast allt að 40% niðurskurði á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni í boði Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra.Eftir fyrstu endurskoðun á óvægnum niðurskurðartillögum Samfylkingarinnar blasir við Skagfirðingum að fjárframlög Heilbrigðisstofunarinnar sem voru skorin niður um 11% í ár, verði skorin áfram hörkulega niður um 24% á næstu tveimur árum. Ekki fór neitt fyrir efnislegum rökum hjá hagfræðingnum fyrir þvílíku offorsi gegn heilbrigðisþjónustunni. Þröstur varði hins vegar miklu púðri í niðrandi skrif um nauðvörn íbúa fyrir grunnþjónustu á borð við heilsugæslu og sjúkrarými fyrir aldraða. Í ljósi þeirra fordóma sem komu fram í grein Þrastar er rétt að benda honum og öðrum á vandað lögfræðiálit Daggar Pálsdóttur þar sem efast er um lögmæti boðaðs niðurskurðar. Sömuleiðis hafa reynslan og útreikningar sýnt að vanhugsaðar breytingar og niðurskurður á einum stað í heilbrigðiskerfinu geta leitt til aukins kostnaðar annars staðar í kerfinu. Ánægjulegar viðhorfsbreytingar koma þó fram í grein Þrastar um að rétt sé að minnka yfirbyggingu og gæta hófs en sjálfur var hann einn helsti hvatamaður að byggingu rándýrs tónlistarhúss í samvinnu við útrásarvíkinga. Sömuleiðis barðist hann hart gegn því að byggingunni yrði slegið á frest þegar kreppan fór að læsa klóm sínum í landsmenn. Og ráðamenn tóku þátt í þeirri vörn. Mér finnst illa ígrundað og í hæsta máta óskynsamlegt hjá norrænu velferðarstjórninni að ætla að flytja aldraða hreppaflutningum úr heimabyggð. Forgangsröðum frekar gæluverkefnum aftar í röðina, þau geta beðið en aldraðir ekki.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar