Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, var mjög svo ánægður með sigurinn í kvöld en hans menn náðu að leggja ‚ÍR-inga í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljgaskóla.
„Það er bara frábær tilfinning að vera komin áfram í bikarnum. Þetta var mjög svo sveiflukenndur leikur sem gerir sigurinn enn sætari. ÍR-ingar eru með frábært lið og eru allir að koma til eftir erfiða byrjun í mótinu, við bjuggumst alveg við að þeir myndu koma alveg brjálaði til baka í síðari hálfleiknum," sagði Örvar.
„Ég er gríðarlega stoltur af strákunum að hafa haldið haus eftir að ÍR komst aftur inn í leikinn og náð að innbyrða sigur".
Fjölnismenn léku virkilega vel í kvöld og eru til alls líklegir í Powerade-bikarnum.
„Við erum með háleidd markmið í bikarnum og ætlum okkur að fara alla leið í úrslitin og hirða dolluna. Ég tel að við séum með nægilega gott lið til þess," sagði Örvar kokhraustur eftir leikinn í kvöld.
Örvar: Við ætlum okkur alla leið
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti




Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti





Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti