Viðskipti innlent

Kjöraðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin

"Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta batni frá því sem nú er," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Skynsamlegast sé að höftin verði afnumin sem allra fyrst.

"Það er algerlega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið," segir Þórður og færir rök fyrir því "að tafir geti haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar."

"Sé litið til samkeppnishæfni efnahagslífsins og eignastöðu þjóðarbúsins hefur Ísland ekki staðið jafn vel um árabil," segir Þórður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×