Merk tímamót Einar Benediktsson skrifar 22. júní 2010 06:30 Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar