Innlent

Vélarvana fiskibátur dreginn til hafnar

Lítill fiskibátur varð vélarvana í nótt og var dreginn til hafnar á Austfjörðum. Veður var gott og ekki var talin hætta á ferðum.

Að sögn Landhelgisgæslunnar koma tvö til fjögur slík tilvik til kasta Gæslunnar á sólarhring, einkum á meðan á strandveiðunum stendur.

Í flestum tilvikum koma nálægir fiskibátar til aðstoðar, en í nokkrum tilvikum koma björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar til aðstoðar.

Þannig sótti nýtt björgunarskip frá Fáskrúðsfirði bilaðan bát í gærdag og dró hann til hafnar. Þetta var þriðja útkall bátsins af þessum toga síðan hann kom nýverið til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×