Hver eru skilaboð stjórnvalda? Haukur Claessen skrifar 22. júní 2010 05:30 Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks. Helgi færir rök fyrir því að um 100 milljarða króna svigrúm hafi skapast hjá stjórnvöldum til að leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir hann á aukið svigrúm bankanna til afskrifta og ávinning ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samningi sem nýlega var gerður milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Lúxemborgar. Kjarninn í greininni er sá að án almennra afskrifta er aðallega komið til móts við þá sem voru hvað duglegastir að skuldsetja sig á undanförnum árum. Viðbrögð forsætisráðherra við greininni valda vonbrigðum. Hún telur þörf á að koma [„…til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda."] Vissulega þarf að koma til móts við stórskuldara en hvað með þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt ráðdeild og tók lán af varfærni? Skilaboð stjórnvalda til almennings eru þau að aðeins verði komið til móts við allra skuldsettustu einstaklingana. Hinir geta átt sig. Hversu lengi ber manni að borga greiðsluseðlana án þess að sjáist högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á verðtryggðum lánum lækki hægt og rólega hefur „skuld samtals með verðbótum" gert fátt annað en að hækka undanfarin ár þökk sé verðbólgunni og verðtryggingunni. Það virðist stoða lítt að greiða aukalega inn á höfuðstólinn því lánin eru eins og botnlaus hít í því árferði sem nú er. Að mínu mati snýst málið um að stjórnvöld sýni viðleitni til að leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán. Almennar afskriftir upp á 20 prósent sem hafa verið viðraðar má telja óraunhæfar en hvað með 10 prósent með 5 milljón króna afsláttarþaki? Ekki yrði um neinar töfralausnir að ræða en eins og áður sagði snýst þetta um viðleitni stjórnvalda til almennra afskrifta. Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera til staðar. Hvort nýgenginn dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis-tryggðra lána hefur áhrif á stöðu þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán á bakinu skal ósagt látið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks. Helgi færir rök fyrir því að um 100 milljarða króna svigrúm hafi skapast hjá stjórnvöldum til að leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir hann á aukið svigrúm bankanna til afskrifta og ávinning ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samningi sem nýlega var gerður milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Lúxemborgar. Kjarninn í greininni er sá að án almennra afskrifta er aðallega komið til móts við þá sem voru hvað duglegastir að skuldsetja sig á undanförnum árum. Viðbrögð forsætisráðherra við greininni valda vonbrigðum. Hún telur þörf á að koma [„…til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda."] Vissulega þarf að koma til móts við stórskuldara en hvað með þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt ráðdeild og tók lán af varfærni? Skilaboð stjórnvalda til almennings eru þau að aðeins verði komið til móts við allra skuldsettustu einstaklingana. Hinir geta átt sig. Hversu lengi ber manni að borga greiðsluseðlana án þess að sjáist högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á verðtryggðum lánum lækki hægt og rólega hefur „skuld samtals með verðbótum" gert fátt annað en að hækka undanfarin ár þökk sé verðbólgunni og verðtryggingunni. Það virðist stoða lítt að greiða aukalega inn á höfuðstólinn því lánin eru eins og botnlaus hít í því árferði sem nú er. Að mínu mati snýst málið um að stjórnvöld sýni viðleitni til að leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán. Almennar afskriftir upp á 20 prósent sem hafa verið viðraðar má telja óraunhæfar en hvað með 10 prósent með 5 milljón króna afsláttarþaki? Ekki yrði um neinar töfralausnir að ræða en eins og áður sagði snýst þetta um viðleitni stjórnvalda til almennra afskrifta. Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera til staðar. Hvort nýgenginn dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis-tryggðra lána hefur áhrif á stöðu þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán á bakinu skal ósagt látið.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun