Hvenær þjóðstjórn? Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Er þjóðstjórn eina leiðin út úr þeim ógöngum sem við Íslendingar erum nú fastir í? Hvað segir sagan? Og hvað er þjóðstjórn? Ríkisstjórn með því nafni hefur einu sinni setið á Íslandi. Vorið 1939 var Framsóknarflokkurinn einn í ríkisstjórn, undir forsæti Hermanns Jónassonar (föður Steingríms Hermannssonar og afa Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins). Viðsjár voru í Evrópu og efnahagskreppa á Íslandi. Sátt varð um að Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur settust saman í ríkisstjórn. Hermann Jónasson var áfram forsætisráðherra og þeir sem að stjórninni stóðu kölluðu hana þjóðstjórn þótt einn flokkur til viðbótar, Sósíalistaflokkurinn, ætti fulltrúa á Alþingi. Þeir voru hins vegar aðeins þrír og voru Moskvuhollir kommúnistar. Ráðamönnum hinna flokkanna fannst þeir ekki tækir í stjórn og sögðu sjálfsagt að kalla hina nýja ríkisstjórn „þjóðstjórn" þótt þingheimur styddi hana ekki allur. Þjóðstjórnin svonefnda sat til ársins 1942 en féll út af ágreiningi um varnir við „dýrtíðinni" - orði þess tíma yfir verðbólgu. Hún var þá farin að geisa og hefur verið bölvaldur á Íslandi æ síðan, með litlum hléum. Ekki var aftur rætt í alvöru um þjóðstjórn eða stjórn allra flokka á þingi fyrr en í kreppunni undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, í kjölfar síldarbrests og verðfalls á sjávarafurðum. Sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn sátu þá í stjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar (afabróður og alnafna núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins). Rætt var um að stjórnarandstöðuflokkarnir, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag (arftaki Sósíalistaflokksins), kæmu einnig að stjórn landsmálanna en ekkert varð úr. Trúnaðartraust vantaði og líklega var kreppan ekki nógu illvíg, þrátt fyrir allt. Áratugur leið en þá kom þjóðstjórn allra flokka á ný til tals. Eftir þingkosningar sumarið 1978 og veturinn 1979 gekk illa að mynda ríkisstjórn. Verðbólga geisaði sem aldrei fyrr og hugmyndum um þjóðstjórn var varpað fram, ekki síst á síðum Morgunblaðsins og með velþóknun Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Framámenn hinna flokkanna höfðu litla trú á umleitunum Geirs og aftur fór svo að þjóðstjórn var ekki mynduð. Líkt og fyrri daginn þótti neyðin ekki nógu mikil og aðrir kostir voru í boði. Nú liðu nær 30 ár uns hugmyndin um þjóðstjórn vaknaði á ný. Óðara eftir hrun bankanna í október 2008 heyrðist því fleygt að allir á þingi yrðu að taka höndum saman. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri og þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Fleiri tóku í sama streng. Enn varð raunin sú að þessi leið var ekki valin. Mestu réð að ríkisstjórn þess tíma, með Geir H. Haarde forsætisráðherra í broddi fylkingar, taldi sig geta ráðið við vandann. Það reyndist rangt. Stjórnin hrökklaðist frá völdum eftir einstæð mótmæli við Alþingi og Stjórnarráð. Hún var klofin, rúin trausti og allt of veik til að halda sínu striki. Eftir kosningar í fyrra tók núverandi stjórn við völdum og enn heyrast þær raddir að þjóðstjórn verði að mynda. Efnahagsvandinn sé það mikill og ríkisstjórnina skorti trúverðugleika og traust. Sagan sýnir að þjóðstjórn hefur aðeins einu sinni setið að völdum og þarf þá að hafa þann fyrirvara að hún naut ekki stuðnings alls þingsins. Forsendur þess að þjóðstjórn var mynduð árið 1939 voru tvær; ógnvekjandi efnahagsvandi og stríð sem vofði yfir. Sú seinni skipti jafnvel sköpum því um þá vá var unnt að sameinast. Sundurlyndisfjandinn hlaut að víkja. Í þessu samhengi mætti einnig nefna að vorið 1940, þegar styrjöld var skollin á, var þjóðstjórn mynduð í Bretlandi. Það gekk þó ekki þrautalaust. Neville Chamberlain forsætisráðherra vildi sitja áfram. Hann var velmeinandi en hafði glatað allri tiltrú. Í umræðum í neðri deild þingsins sveigðu eigin flokksmenn að honum og vitnuðu í þekkta menn úr sögunni. „Bestu ráðin eru þau djörfustu," sagði einn þeirra, aðmíráll sem var búinn að fá nóg af varkárni, hiki, fumi og fálmi, og hafði þar eftir kjörorð Nelsons flotaforingja. Og annar rifjaði upp fræg orð uppreisnarmannsins Olivers Cromwells þegar hann leysti upp breska þingið árið 1653 og tók sér alræðisvald: „Þið hafið setið hér of lengi án þess að gera nokkurt gagn. Hverfið á braut, segi ég, og komið ekki aftur. Í Guðs nafni, farið frá!" Chamberlain sá sæng sína upp reidda. Þjóðstjórn var mynduð, undir forystu Winstons Churchills. Auðvitað er óravegur milli Bretlands árið 1940 og Íslands 70 árum síðar. Stríð geisar ekki og fátt virðist geta sameinað Íslendinga. Hitt gæti þó virst svipað að djarfra og einstæðra ákvarðana sé þörf. En hver á að gera hvað og hvenær? Það er vandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Er þjóðstjórn eina leiðin út úr þeim ógöngum sem við Íslendingar erum nú fastir í? Hvað segir sagan? Og hvað er þjóðstjórn? Ríkisstjórn með því nafni hefur einu sinni setið á Íslandi. Vorið 1939 var Framsóknarflokkurinn einn í ríkisstjórn, undir forsæti Hermanns Jónassonar (föður Steingríms Hermannssonar og afa Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins). Viðsjár voru í Evrópu og efnahagskreppa á Íslandi. Sátt varð um að Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur settust saman í ríkisstjórn. Hermann Jónasson var áfram forsætisráðherra og þeir sem að stjórninni stóðu kölluðu hana þjóðstjórn þótt einn flokkur til viðbótar, Sósíalistaflokkurinn, ætti fulltrúa á Alþingi. Þeir voru hins vegar aðeins þrír og voru Moskvuhollir kommúnistar. Ráðamönnum hinna flokkanna fannst þeir ekki tækir í stjórn og sögðu sjálfsagt að kalla hina nýja ríkisstjórn „þjóðstjórn" þótt þingheimur styddi hana ekki allur. Þjóðstjórnin svonefnda sat til ársins 1942 en féll út af ágreiningi um varnir við „dýrtíðinni" - orði þess tíma yfir verðbólgu. Hún var þá farin að geisa og hefur verið bölvaldur á Íslandi æ síðan, með litlum hléum. Ekki var aftur rætt í alvöru um þjóðstjórn eða stjórn allra flokka á þingi fyrr en í kreppunni undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, í kjölfar síldarbrests og verðfalls á sjávarafurðum. Sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn sátu þá í stjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar (afabróður og alnafna núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins). Rætt var um að stjórnarandstöðuflokkarnir, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag (arftaki Sósíalistaflokksins), kæmu einnig að stjórn landsmálanna en ekkert varð úr. Trúnaðartraust vantaði og líklega var kreppan ekki nógu illvíg, þrátt fyrir allt. Áratugur leið en þá kom þjóðstjórn allra flokka á ný til tals. Eftir þingkosningar sumarið 1978 og veturinn 1979 gekk illa að mynda ríkisstjórn. Verðbólga geisaði sem aldrei fyrr og hugmyndum um þjóðstjórn var varpað fram, ekki síst á síðum Morgunblaðsins og með velþóknun Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Framámenn hinna flokkanna höfðu litla trú á umleitunum Geirs og aftur fór svo að þjóðstjórn var ekki mynduð. Líkt og fyrri daginn þótti neyðin ekki nógu mikil og aðrir kostir voru í boði. Nú liðu nær 30 ár uns hugmyndin um þjóðstjórn vaknaði á ný. Óðara eftir hrun bankanna í október 2008 heyrðist því fleygt að allir á þingi yrðu að taka höndum saman. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri og þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Fleiri tóku í sama streng. Enn varð raunin sú að þessi leið var ekki valin. Mestu réð að ríkisstjórn þess tíma, með Geir H. Haarde forsætisráðherra í broddi fylkingar, taldi sig geta ráðið við vandann. Það reyndist rangt. Stjórnin hrökklaðist frá völdum eftir einstæð mótmæli við Alþingi og Stjórnarráð. Hún var klofin, rúin trausti og allt of veik til að halda sínu striki. Eftir kosningar í fyrra tók núverandi stjórn við völdum og enn heyrast þær raddir að þjóðstjórn verði að mynda. Efnahagsvandinn sé það mikill og ríkisstjórnina skorti trúverðugleika og traust. Sagan sýnir að þjóðstjórn hefur aðeins einu sinni setið að völdum og þarf þá að hafa þann fyrirvara að hún naut ekki stuðnings alls þingsins. Forsendur þess að þjóðstjórn var mynduð árið 1939 voru tvær; ógnvekjandi efnahagsvandi og stríð sem vofði yfir. Sú seinni skipti jafnvel sköpum því um þá vá var unnt að sameinast. Sundurlyndisfjandinn hlaut að víkja. Í þessu samhengi mætti einnig nefna að vorið 1940, þegar styrjöld var skollin á, var þjóðstjórn mynduð í Bretlandi. Það gekk þó ekki þrautalaust. Neville Chamberlain forsætisráðherra vildi sitja áfram. Hann var velmeinandi en hafði glatað allri tiltrú. Í umræðum í neðri deild þingsins sveigðu eigin flokksmenn að honum og vitnuðu í þekkta menn úr sögunni. „Bestu ráðin eru þau djörfustu," sagði einn þeirra, aðmíráll sem var búinn að fá nóg af varkárni, hiki, fumi og fálmi, og hafði þar eftir kjörorð Nelsons flotaforingja. Og annar rifjaði upp fræg orð uppreisnarmannsins Olivers Cromwells þegar hann leysti upp breska þingið árið 1653 og tók sér alræðisvald: „Þið hafið setið hér of lengi án þess að gera nokkurt gagn. Hverfið á braut, segi ég, og komið ekki aftur. Í Guðs nafni, farið frá!" Chamberlain sá sæng sína upp reidda. Þjóðstjórn var mynduð, undir forystu Winstons Churchills. Auðvitað er óravegur milli Bretlands árið 1940 og Íslands 70 árum síðar. Stríð geisar ekki og fátt virðist geta sameinað Íslendinga. Hitt gæti þó virst svipað að djarfra og einstæðra ákvarðana sé þörf. En hver á að gera hvað og hvenær? Það er vandinn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar